Að svindla í feluleik Birgir Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:01 Eitt stærsta augnablikið á ferli flests íþróttafólks er að stíga á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Sumum tekst það á viðburðinum sjálfum, en einhverjir lenda í því að fá verðlaunin og viðurkenninguna á sínum árangri jafnvel 10 árum seinna, þ.e.a.s. eftir að búið er að ná svindlurunum og toga þá niður af verðlaunapallinum með annaðhvort hjálp tækniframfara við greiningu lyfjaprófa eða öðrum sönnunum. Þetta er því miður staðreynd og hluti af stærra vandamáli. Í mjög líklega öllum íþróttum undir sólinni eru ákveðnar leikreglur sem fara þarf eftir til þess að hægt sé að stunda þær. Ef ekki fyrir reglur væri t.d. enginn grundvöllur til að keppa í neinu, því þá eru engin viðmið og ekki hægt að skilgreina íþróttina. Engin íþrótt í víðu samhengi ætti þar af leiðandi að geta kallast íþrótt nema það séu reglur. Innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands starfa 33 sérsambönd, 533 íþróttafélög en auk þess eru 53 viðurkenndar íþróttagreinar. Öll þessi félög og sambönd eiga það sameiginlegt að heyra undirAlþjóðalyfjareglurnar. Ef svo væri ekki, þá skyldi íslenska ríkið, sem ber ábyrgð á því að lyfjamál á Íslandi séu í samræmi við UNESCO sáttmála og Evrópuráðssamninginn um lyfjamál, halda eftir fjárstuðningi eða öðrum stuðningi við slíka starfsemi. Mörkin milli líkamsræktar og skipulagðra íþrótta verða sífellt óljósari, sem er ekki endilega slæmt. Hins vegar er það vaxandi áhyggjuefni að notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna utan afreksíþrótta hefur aukist og er vandmeðfarið félagslegt fyrirbæri. Fyrir íþróttafólk á efsta stigi er markmið lyfjamisnotkunar að ná forskoti á andstæðinginn hvað varðar líkamlega frammistöðu. Innan neðri stiga íþróttanna, sem við getum til einföldunar kallað afþreyingaríþróttir (e. recreational sport) er hvatinn til lyfjamisnotkunar tvíræðari og getur falið í sér hvort tveggja frammistöðubætandi áhrifin og bætingu ímyndar eða útlits. Notkun anabólískra stera er algengasta lyfjamisnotkunin, bæði innan og utan íþrótta. Íþróttamaður sem verður uppvís að steranotkun á í flestum tilfellum yfir höfði sér fjögurra ára útilokun úr íþróttum, og gildir sú útilokun þvert á allar íþróttir sem samþykkja reglurnar og eru langflestar íþróttir undir þessum sömu reglum. Ástæðan fyrir því er einföld: Lyfjamisnotkun er ekki liðin í íþróttum. Það eru engar undatekningar. Eða jú, það eru undantekningar. Það eru ekki allar íþróttir sem heyra undir Alþjóðalyfjareglurnar, eða lyfjareglur yfir höfuð. Fá regluverk sem samin hafa verið frá upphafi alheimsins hafa náð annarri eins útbreiðslu og alþjóðasamþykki eins og Alþjóðalyfjareglurnar í íþróttum. Margar íþróttagreinar og íþróttasambönd utan Ólympíuhreyfingarinnar hafa einnig samþykkt eða notast við Alþjóðalyfjareglurnar, í heild sinni eða að hluta til, jafnvel þó þeim beri ekki skylda til þess. Sem dæmi má nefna UFC í Bandaríkjunum og Alþjóðapílukastsambandið. Mörg önnur íþróttasambönd og atvinnudeildir sem eru utan Ólympíuhreyfingarinnar hafa sínar eigin reglur og stunda eftirlit með sjálfu sér eftir eigin reglum. Slíkt er þó ekki endilega traustvekjandi. Mögulega er það betra en ekki neitt eftirlit, en það er í raun ómögulegt að segja til um. Aðalrökin fyrir lyfjareglum eru heilsufarslegar ástæður, því það er nauðsynlegt að tryggja heilsufarslegt öryggi íþróttafólks í því umhverfi sem (keppnis)íþróttir eru, m.a. svo íþróttafólk hreinlega neyðist ekki til þess að nota ólögleg efni til að halda í við samkeppnina. Öll efni og aðferðir sem eru á bannlista í íþróttum eru fyrst og fremst heilsuspillandi, ásamt því að geta mögulega verið frammistöðubætandi (e. performance enhancing). Til einföldunar mætti segja að ef engar reglur um lyfjamál væru í íþróttum þá væri íþróttastarf í mótsögn við sjálft sig, þar sem það er jú heilsuspillandi að nota bönnuð efni og íþróttir eru almennt heilsueflandi. Vegna þessara reglna, er lyfjamisnotkun að sjálfsögðu einnig svindl – sem telst á einhverjum heimilum eitthvað það versta sem til er þegar verið er að keppa að einhverju. Á sumum heimilum þætti það þó ef til vill ekki neitt tiltökumál ef ólögleg efni væru notuð til þess að bera sigur úr býtum í feluleik, ef það væri það sem þyrfti til. Það er þó mjög mikilvægt að reglulega sé fólk minnt á að íþróttir hafa ekki allar sömu innviði eða stjórnunarhætti. Forysta einnar íþróttar getur verið með belti og axlabönd meðan önnur gengur um í krummafót alveg eins og getur átt við um hvert annað fyrirtæki eða stofnun í samfélagi manna. Þó svo að lög og reglur séu settar til að haka í reiti á pappír þá þýðir það ekki að höfundar þeirra, og hvað þá allir aðrir, fari eftir þeim, hvort sem það eru siðareglur, lyfjareglur eða leikreglur. Það er önnur umræða. Það er hins vegar nauðsynlegt, í ljósi þess hversu miklar fyrirmyndir íþróttafólk almennt er, að þeir sem á þær horfi viti hvað býr að baki. Samkvæmt minni reynslu gerir margt fullorðið fólk ekki greinarmun á lyfjaprófuðum íþróttum og öðrum íþróttum. Ekki er því hægt að ætlast til þess að börn geri það. Það er auðvelt að nefna þrjár ástæður fyrir því að það sé mikilvægt að þessu sé haldið sé haga. Í fyrsta lagi gera margir sér ekki grein fyrir því hversu miklum „falsfréttum“ sumt fólk á samfélagsmiðlum (og víða annars staðar) er að miðla til þeirra. Þar hefur árum saman ekki sést í botninn fyrir efni frá fólki sem predikar um heilbrigðan lífstíl sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, m.a. vegna notkunar ólöglegra utanaðkomandi efna. Það kallast einfaldlega svik eða svindl, sem mætti kalla falsfréttir eða í besta falli villandi fréttir. Ekki er verið að segja alla söguna. Sagan hefur þó kennt okkur að þar sem er hægt að svindla, þar er svindlað. Ungt fólk þarf að vera sérstaklega upplýst um þetta svo það geti með góðri samvisku hætt að elta óraunhæfar fyrirmyndir sem búa til falsfréttir sem ná langt út fyrir svokallaða “fíltera” og sjónarhorn myndavélalinsunnar. Verra er þegar fjölmiðlar bera á borð slíkt efni, en þeim til varnar getur verið erfitt að átta sig á vandamálinu og einnig fangar þetta athygli fólks. Í öðru lagi er beinn samanburður á hreinum íþróttamanni og einhverjum sem notar ólögleg efni og/eða samanburður á íþróttum sem hafa lyfjareglur og þeim sem ekki hafa þær móðgun við íþróttahreyfinguna og þeirra gilda sem hún stendur fyrir. Í þriðja lagi þá kenna íþróttir börnum og ungu fólki svo margt fyrir utan leikinn sjálfan. Þetta getur verið samvinna, félagsfærni, heilsusamlegur lífstíll, að tapa, að sigra, virðing fyrir reglum og lögum, hugrekki, ástundun, skuldbinding, siðferði, drengskapur og heiðarleiki, svo eitthvað sé nefnt. Íþróttir sameina fólk og andi íþróttanna endurspeglast í heiðarlegri keppni. Aðilar sem flytja falsfréttir af eigin árangri í líkamsrækt eða íþróttum standa oft í þeirri trú um að þeirra vinna og eljusemi hafi skilað þeim mikla árangri og bætta útliti sem þeir hafa öðlast. Þó vita þessir sömu einstaklingar að þeir nutu aðstoðar utanaðkomandi ólöglegra efna, þó vissulega sé oft undirliggjandi ákveðin afneitun varðandi umfang slíkrar aðstoðar. Það sem verra er, að þá fylgir tilvist slíkrar aðstoðar oftast ekki sögunni þegar árangrinum er miðlað til nærstaddra, hvort sem það sé í netheimum eða í persónu. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eitt stærsta augnablikið á ferli flests íþróttafólks er að stíga á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Sumum tekst það á viðburðinum sjálfum, en einhverjir lenda í því að fá verðlaunin og viðurkenninguna á sínum árangri jafnvel 10 árum seinna, þ.e.a.s. eftir að búið er að ná svindlurunum og toga þá niður af verðlaunapallinum með annaðhvort hjálp tækniframfara við greiningu lyfjaprófa eða öðrum sönnunum. Þetta er því miður staðreynd og hluti af stærra vandamáli. Í mjög líklega öllum íþróttum undir sólinni eru ákveðnar leikreglur sem fara þarf eftir til þess að hægt sé að stunda þær. Ef ekki fyrir reglur væri t.d. enginn grundvöllur til að keppa í neinu, því þá eru engin viðmið og ekki hægt að skilgreina íþróttina. Engin íþrótt í víðu samhengi ætti þar af leiðandi að geta kallast íþrótt nema það séu reglur. Innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands starfa 33 sérsambönd, 533 íþróttafélög en auk þess eru 53 viðurkenndar íþróttagreinar. Öll þessi félög og sambönd eiga það sameiginlegt að heyra undirAlþjóðalyfjareglurnar. Ef svo væri ekki, þá skyldi íslenska ríkið, sem ber ábyrgð á því að lyfjamál á Íslandi séu í samræmi við UNESCO sáttmála og Evrópuráðssamninginn um lyfjamál, halda eftir fjárstuðningi eða öðrum stuðningi við slíka starfsemi. Mörkin milli líkamsræktar og skipulagðra íþrótta verða sífellt óljósari, sem er ekki endilega slæmt. Hins vegar er það vaxandi áhyggjuefni að notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna utan afreksíþrótta hefur aukist og er vandmeðfarið félagslegt fyrirbæri. Fyrir íþróttafólk á efsta stigi er markmið lyfjamisnotkunar að ná forskoti á andstæðinginn hvað varðar líkamlega frammistöðu. Innan neðri stiga íþróttanna, sem við getum til einföldunar kallað afþreyingaríþróttir (e. recreational sport) er hvatinn til lyfjamisnotkunar tvíræðari og getur falið í sér hvort tveggja frammistöðubætandi áhrifin og bætingu ímyndar eða útlits. Notkun anabólískra stera er algengasta lyfjamisnotkunin, bæði innan og utan íþrótta. Íþróttamaður sem verður uppvís að steranotkun á í flestum tilfellum yfir höfði sér fjögurra ára útilokun úr íþróttum, og gildir sú útilokun þvert á allar íþróttir sem samþykkja reglurnar og eru langflestar íþróttir undir þessum sömu reglum. Ástæðan fyrir því er einföld: Lyfjamisnotkun er ekki liðin í íþróttum. Það eru engar undatekningar. Eða jú, það eru undantekningar. Það eru ekki allar íþróttir sem heyra undir Alþjóðalyfjareglurnar, eða lyfjareglur yfir höfuð. Fá regluverk sem samin hafa verið frá upphafi alheimsins hafa náð annarri eins útbreiðslu og alþjóðasamþykki eins og Alþjóðalyfjareglurnar í íþróttum. Margar íþróttagreinar og íþróttasambönd utan Ólympíuhreyfingarinnar hafa einnig samþykkt eða notast við Alþjóðalyfjareglurnar, í heild sinni eða að hluta til, jafnvel þó þeim beri ekki skylda til þess. Sem dæmi má nefna UFC í Bandaríkjunum og Alþjóðapílukastsambandið. Mörg önnur íþróttasambönd og atvinnudeildir sem eru utan Ólympíuhreyfingarinnar hafa sínar eigin reglur og stunda eftirlit með sjálfu sér eftir eigin reglum. Slíkt er þó ekki endilega traustvekjandi. Mögulega er það betra en ekki neitt eftirlit, en það er í raun ómögulegt að segja til um. Aðalrökin fyrir lyfjareglum eru heilsufarslegar ástæður, því það er nauðsynlegt að tryggja heilsufarslegt öryggi íþróttafólks í því umhverfi sem (keppnis)íþróttir eru, m.a. svo íþróttafólk hreinlega neyðist ekki til þess að nota ólögleg efni til að halda í við samkeppnina. Öll efni og aðferðir sem eru á bannlista í íþróttum eru fyrst og fremst heilsuspillandi, ásamt því að geta mögulega verið frammistöðubætandi (e. performance enhancing). Til einföldunar mætti segja að ef engar reglur um lyfjamál væru í íþróttum þá væri íþróttastarf í mótsögn við sjálft sig, þar sem það er jú heilsuspillandi að nota bönnuð efni og íþróttir eru almennt heilsueflandi. Vegna þessara reglna, er lyfjamisnotkun að sjálfsögðu einnig svindl – sem telst á einhverjum heimilum eitthvað það versta sem til er þegar verið er að keppa að einhverju. Á sumum heimilum þætti það þó ef til vill ekki neitt tiltökumál ef ólögleg efni væru notuð til þess að bera sigur úr býtum í feluleik, ef það væri það sem þyrfti til. Það er þó mjög mikilvægt að reglulega sé fólk minnt á að íþróttir hafa ekki allar sömu innviði eða stjórnunarhætti. Forysta einnar íþróttar getur verið með belti og axlabönd meðan önnur gengur um í krummafót alveg eins og getur átt við um hvert annað fyrirtæki eða stofnun í samfélagi manna. Þó svo að lög og reglur séu settar til að haka í reiti á pappír þá þýðir það ekki að höfundar þeirra, og hvað þá allir aðrir, fari eftir þeim, hvort sem það eru siðareglur, lyfjareglur eða leikreglur. Það er önnur umræða. Það er hins vegar nauðsynlegt, í ljósi þess hversu miklar fyrirmyndir íþróttafólk almennt er, að þeir sem á þær horfi viti hvað býr að baki. Samkvæmt minni reynslu gerir margt fullorðið fólk ekki greinarmun á lyfjaprófuðum íþróttum og öðrum íþróttum. Ekki er því hægt að ætlast til þess að börn geri það. Það er auðvelt að nefna þrjár ástæður fyrir því að það sé mikilvægt að þessu sé haldið sé haga. Í fyrsta lagi gera margir sér ekki grein fyrir því hversu miklum „falsfréttum“ sumt fólk á samfélagsmiðlum (og víða annars staðar) er að miðla til þeirra. Þar hefur árum saman ekki sést í botninn fyrir efni frá fólki sem predikar um heilbrigðan lífstíl sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, m.a. vegna notkunar ólöglegra utanaðkomandi efna. Það kallast einfaldlega svik eða svindl, sem mætti kalla falsfréttir eða í besta falli villandi fréttir. Ekki er verið að segja alla söguna. Sagan hefur þó kennt okkur að þar sem er hægt að svindla, þar er svindlað. Ungt fólk þarf að vera sérstaklega upplýst um þetta svo það geti með góðri samvisku hætt að elta óraunhæfar fyrirmyndir sem búa til falsfréttir sem ná langt út fyrir svokallaða “fíltera” og sjónarhorn myndavélalinsunnar. Verra er þegar fjölmiðlar bera á borð slíkt efni, en þeim til varnar getur verið erfitt að átta sig á vandamálinu og einnig fangar þetta athygli fólks. Í öðru lagi er beinn samanburður á hreinum íþróttamanni og einhverjum sem notar ólögleg efni og/eða samanburður á íþróttum sem hafa lyfjareglur og þeim sem ekki hafa þær móðgun við íþróttahreyfinguna og þeirra gilda sem hún stendur fyrir. Í þriðja lagi þá kenna íþróttir börnum og ungu fólki svo margt fyrir utan leikinn sjálfan. Þetta getur verið samvinna, félagsfærni, heilsusamlegur lífstíll, að tapa, að sigra, virðing fyrir reglum og lögum, hugrekki, ástundun, skuldbinding, siðferði, drengskapur og heiðarleiki, svo eitthvað sé nefnt. Íþróttir sameina fólk og andi íþróttanna endurspeglast í heiðarlegri keppni. Aðilar sem flytja falsfréttir af eigin árangri í líkamsrækt eða íþróttum standa oft í þeirri trú um að þeirra vinna og eljusemi hafi skilað þeim mikla árangri og bætta útliti sem þeir hafa öðlast. Þó vita þessir sömu einstaklingar að þeir nutu aðstoðar utanaðkomandi ólöglegra efna, þó vissulega sé oft undirliggjandi ákveðin afneitun varðandi umfang slíkrar aðstoðar. Það sem verra er, að þá fylgir tilvist slíkrar aðstoðar oftast ekki sögunni þegar árangrinum er miðlað til nærstaddra, hvort sem það sé í netheimum eða í persónu. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland).
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun