Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2020 07:01 Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt síðasta aldarfjórðunginn, þar á meðal Skaftafellsjökull. Vísir/Vilhelm Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Veðurstofunni, Landmælingum og Landsvirkjun drógu saman niðurstöður allra mælinga og athugana sem hafa verið gerðar á íslenskum jökli undanfarna áratugi og allt fram á þarsíðustu öld. Grein um niðurstöðurnar birtist í vísindaritinu Frontiers in Earth Science á fimmtudag þar sem þeir rekja um breytingar á stærð jöklanna frá því að þeir voru sem stærstir fyrir aldamótin 1900 til nútímans. Heildartap jöklanna telja þeir á bilinu 410-670 milljarða tonna frá 1890 til 2019. Jöklarnir hopuðu hratt á fyrri hluta 20. aldar en með náttúrulegum veðurfarssveiflum hægði á því frá sjöunda áratugnum allt fram á þann tíunda. Síðustu áratugi hefur hopið tvíeflst með stigmagnandi hlýnun jarðar af völdum manna. Um helmingur ísmassatapsins varð þannig frá haustinu 1994 til haustsins 2019, á bilinu 220-260 milljarða tonna, nærri því tíu milljarðar tonna á hverju ári. Jöklarnir hafa þannig tapað nærri því 16% af rúmmáli sínu á tímabilinu. „Þannig að það eru mjög hraðar breytingar sem við sjáum núna og það er vegna loftslagsbreytinga. Eftir 1995 hafa allir jöklarnir verið með neikvæða afkomu og hafa verið að minnka,“ segir Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknina, við Vísi. Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Nóg til að sökkva borginni í hundrað metra djúpu vatni Rannsóknin byggist á mælingum sem hafa verið gerðar á afkomu, rúmmáli og yfirborði íslenskra jökla úr lofti og á jörðu niðri undanfarna áratugi. Þær skiluðu nákvæmum gögnum um afkomu og flatar- og rúmmálsbreytingar íslenskra jökla áratugi aftur í tímann. Þá voru gögnin notuð til þess að meta rúmmál jöklanna allt aftur á síðasta áratug 19. aldar. „Við erum að draga allt sem hefur verið gert og alla þá vitneskju sem við höfum aflað alveg til baka, í rauninni frá því fyrir aldamótin,“ segir Guðfinna. Í ljós kom að meðalrýrnun íslenskra jökla er með því mesta sem mælist á jöklasvæðum á jörðinni utan stóru heimskautajöklanna á Suðurskautslandinu og Grænlandi. Guðfinna segir að bráðnun jöklanna sé ein skýrasta afleiðing hlýnandi loftslags um allan heim. Jafnvel þó að mönnum tækist að koma böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum og stöðva frekari hlýnun jarðar vegna hennar héldu jöklarnir áfram að bráðna í áratugi á meðan þeir aðlagast nýju loftslagi. Hnattræn hlýnun af völdum manna er þó ekki eina fyrirbærið sem rýrir íslenska jökla. Vísindamönnunum reiknast til að Vatnajökull hafi tapað um 3,7 milljörðum tonna af ís í eldgosinu í Gjálp í október árið 1996. Þá tvöfaldaðist sumarbráðnun á jöklum vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Jarðhiti, kelfing í jökullón og núningur jökla við berggrunn þegar þeir skríða fram stuðlar einnig að massatapi. Ein helsta afleiðing bráðnunar íss á landi með hnattrænni hlýnun er hækkun yfirborðs sjávar. Til að setja árlegt massatap íslensku jöklanna undanfarinn aldarfjórðung í samhengi segir Guðfinna að vatnsmagnið væri nóg til þess að sökkva byggð á höfuðborgarsvæðinu í um hundrað metra djúpu vatni. Jökulsárlón hóf að myndast vegna hlýnandi loftslags á síðustu öld og hefur haldið áfram að stækka.Vísir/Vilhelm Breytileiki frá ári til árs gæti aukist með hlýnun Einstakir jöklar hafa þynnst um tugi metra frá því á síðustu öld. Vatnajökull þynntist um 45 metra, Langjökull um 66 metra og Hofsjökull um 56 metra síðustu 130 árin. Að rúmmáli hefur Vatnajökull rýrnað um nærri því 12%, Langjökull um nálega 29% og Hofsjökull um tæp 25%. Rýrnun jöklanna hefur þó ekki verið fullkomlega línuleg og er töluverður breytileiki í afkomu þeirra frá ári til árs vegna náttúrulegra sveiflna. Þrátt fyrir langtímahop jöklanna bættu þeir á sig frá haustinu 2014 til haustsins 2015, tímabil sem vísindamenn kalla jökulár, þegar fjöldi lægða gekk yfir um veturinn og svalt sumar fylgdi á eftir. Það var eina jökulárið síðasta aldarfjórðunginn sem jöklarnir á Íslandi stækkuðu. Guðfinna segir að breytileiki af þessu tagi verði áfram viðvarandi í hlýnandi heimi og gæti jafnvel aukist. „Við sjáum að öfgarnar í veðrinu eru að verða meiri vegna loftslagsbreytinganna og þá verður árlegur breytileiki stærri,“ segir hún. Þannig geti jöklarnir áfram bætt við sig massa einstök ár jafnvel þó að til lengri tíma skreppi þeir æ meira saman. Árlegar massabreytingar íslenskra jökla frá 1980/81 til 2018/19 og meðalmassatap á fimm tímabilum: 1890-2019 (svart), 1900-1990 (rautt), 1970-2018 (appelsínugult), 1992-2018 (grænt) og 2005-2018 (blátt). Jökulárin 1996/97 og 2009/10 skera sig úr vegna eldgosanna í Vatnajökli og Eyjafjallajökli.Finnur Pálsson Hærri sjávarstaða og mögulega tíðari eldgos Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 var því spáð að íslenskir jöklar hverfi á næstu öldum haldi menn áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Vatnajökull gæti lifað lengst, sérstaklega á hæstu fjallstindum. Á heimsvísu hefur verið talað um að bráðnun jökla gæti hækkað yfirborð sjávar um einn metra að meðaltali á þessari öld. Á Íslandi er framtíðarþróunin óljósari. Vísindanefndin ályktaði að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland verði líklega aðeins hluti af meðaltalshækkuninni á heimsvísu, mögulega aðeins 30-40%. Ýmsir þættir flækja myndina við Ísland. Land rís sums staðar á Íslandi þegar það losnar undan fargi bráðnandi jöklanna og vegur upp á móti hærri sjávarstöðu. Á Suðurlandi gæti sjávarstaða jafnvel lækkað. Hratt landris er jafnvel talið geta gert eldgos tíðari. Þá skiptir máli hvar mesta bráðnun jökla verður á hnettinum. Stóru ísbreiðurnar á norður- og suðurskautinu eru svo massamiklar að þær hafa þyngdartog á sjóinn í kringum þær. Þannig er sjávarstaða nærri Grænlandsjökli til að mynda hærri en ella vegna þyngdarsviðs íshellunnar. Þegar Grænlandsjökull bráðnar hratt eins og hann gerir nú slaknar á þyngdaráhrifunum og sjávarstaða lækkar í næsta nágrenni hans jafnvel þó að bráðnunarvatnið hækki sjávarstöðu á suðurhveli jarðar. Þessi áhrif eru talin ein helsta ástæða þess að sjávarstaða hækki minna við Ísland en heimsmeðaltalið. Sjávarstaða við strendur Íslands er frekar háð suðurskautsísnum. Vegna mikillar óvissu um þróun stórra jökla á Suðurskautslandinu setti vísindanefndin fyrirvara við spár sínar um sjávarstöðubreytingar hér á þessari öld. Verði skyndilegt hrun í jöklum á suðurhveli gæti hækkun sjávarstöðu hér við land orðið allt að tvöfalt meiri en gert er ráð fyrir. Loftslagsmál Vísindi Norðurslóðir Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð "Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi.“ 8. desember 2016 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Veðurstofunni, Landmælingum og Landsvirkjun drógu saman niðurstöður allra mælinga og athugana sem hafa verið gerðar á íslenskum jökli undanfarna áratugi og allt fram á þarsíðustu öld. Grein um niðurstöðurnar birtist í vísindaritinu Frontiers in Earth Science á fimmtudag þar sem þeir rekja um breytingar á stærð jöklanna frá því að þeir voru sem stærstir fyrir aldamótin 1900 til nútímans. Heildartap jöklanna telja þeir á bilinu 410-670 milljarða tonna frá 1890 til 2019. Jöklarnir hopuðu hratt á fyrri hluta 20. aldar en með náttúrulegum veðurfarssveiflum hægði á því frá sjöunda áratugnum allt fram á þann tíunda. Síðustu áratugi hefur hopið tvíeflst með stigmagnandi hlýnun jarðar af völdum manna. Um helmingur ísmassatapsins varð þannig frá haustinu 1994 til haustsins 2019, á bilinu 220-260 milljarða tonna, nærri því tíu milljarðar tonna á hverju ári. Jöklarnir hafa þannig tapað nærri því 16% af rúmmáli sínu á tímabilinu. „Þannig að það eru mjög hraðar breytingar sem við sjáum núna og það er vegna loftslagsbreytinga. Eftir 1995 hafa allir jöklarnir verið með neikvæða afkomu og hafa verið að minnka,“ segir Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknina, við Vísi. Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Nóg til að sökkva borginni í hundrað metra djúpu vatni Rannsóknin byggist á mælingum sem hafa verið gerðar á afkomu, rúmmáli og yfirborði íslenskra jökla úr lofti og á jörðu niðri undanfarna áratugi. Þær skiluðu nákvæmum gögnum um afkomu og flatar- og rúmmálsbreytingar íslenskra jökla áratugi aftur í tímann. Þá voru gögnin notuð til þess að meta rúmmál jöklanna allt aftur á síðasta áratug 19. aldar. „Við erum að draga allt sem hefur verið gert og alla þá vitneskju sem við höfum aflað alveg til baka, í rauninni frá því fyrir aldamótin,“ segir Guðfinna. Í ljós kom að meðalrýrnun íslenskra jökla er með því mesta sem mælist á jöklasvæðum á jörðinni utan stóru heimskautajöklanna á Suðurskautslandinu og Grænlandi. Guðfinna segir að bráðnun jöklanna sé ein skýrasta afleiðing hlýnandi loftslags um allan heim. Jafnvel þó að mönnum tækist að koma böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum og stöðva frekari hlýnun jarðar vegna hennar héldu jöklarnir áfram að bráðna í áratugi á meðan þeir aðlagast nýju loftslagi. Hnattræn hlýnun af völdum manna er þó ekki eina fyrirbærið sem rýrir íslenska jökla. Vísindamönnunum reiknast til að Vatnajökull hafi tapað um 3,7 milljörðum tonna af ís í eldgosinu í Gjálp í október árið 1996. Þá tvöfaldaðist sumarbráðnun á jöklum vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Jarðhiti, kelfing í jökullón og núningur jökla við berggrunn þegar þeir skríða fram stuðlar einnig að massatapi. Ein helsta afleiðing bráðnunar íss á landi með hnattrænni hlýnun er hækkun yfirborðs sjávar. Til að setja árlegt massatap íslensku jöklanna undanfarinn aldarfjórðung í samhengi segir Guðfinna að vatnsmagnið væri nóg til þess að sökkva byggð á höfuðborgarsvæðinu í um hundrað metra djúpu vatni. Jökulsárlón hóf að myndast vegna hlýnandi loftslags á síðustu öld og hefur haldið áfram að stækka.Vísir/Vilhelm Breytileiki frá ári til árs gæti aukist með hlýnun Einstakir jöklar hafa þynnst um tugi metra frá því á síðustu öld. Vatnajökull þynntist um 45 metra, Langjökull um 66 metra og Hofsjökull um 56 metra síðustu 130 árin. Að rúmmáli hefur Vatnajökull rýrnað um nærri því 12%, Langjökull um nálega 29% og Hofsjökull um tæp 25%. Rýrnun jöklanna hefur þó ekki verið fullkomlega línuleg og er töluverður breytileiki í afkomu þeirra frá ári til árs vegna náttúrulegra sveiflna. Þrátt fyrir langtímahop jöklanna bættu þeir á sig frá haustinu 2014 til haustsins 2015, tímabil sem vísindamenn kalla jökulár, þegar fjöldi lægða gekk yfir um veturinn og svalt sumar fylgdi á eftir. Það var eina jökulárið síðasta aldarfjórðunginn sem jöklarnir á Íslandi stækkuðu. Guðfinna segir að breytileiki af þessu tagi verði áfram viðvarandi í hlýnandi heimi og gæti jafnvel aukist. „Við sjáum að öfgarnar í veðrinu eru að verða meiri vegna loftslagsbreytinganna og þá verður árlegur breytileiki stærri,“ segir hún. Þannig geti jöklarnir áfram bætt við sig massa einstök ár jafnvel þó að til lengri tíma skreppi þeir æ meira saman. Árlegar massabreytingar íslenskra jökla frá 1980/81 til 2018/19 og meðalmassatap á fimm tímabilum: 1890-2019 (svart), 1900-1990 (rautt), 1970-2018 (appelsínugult), 1992-2018 (grænt) og 2005-2018 (blátt). Jökulárin 1996/97 og 2009/10 skera sig úr vegna eldgosanna í Vatnajökli og Eyjafjallajökli.Finnur Pálsson Hærri sjávarstaða og mögulega tíðari eldgos Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 var því spáð að íslenskir jöklar hverfi á næstu öldum haldi menn áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Vatnajökull gæti lifað lengst, sérstaklega á hæstu fjallstindum. Á heimsvísu hefur verið talað um að bráðnun jökla gæti hækkað yfirborð sjávar um einn metra að meðaltali á þessari öld. Á Íslandi er framtíðarþróunin óljósari. Vísindanefndin ályktaði að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland verði líklega aðeins hluti af meðaltalshækkuninni á heimsvísu, mögulega aðeins 30-40%. Ýmsir þættir flækja myndina við Ísland. Land rís sums staðar á Íslandi þegar það losnar undan fargi bráðnandi jöklanna og vegur upp á móti hærri sjávarstöðu. Á Suðurlandi gæti sjávarstaða jafnvel lækkað. Hratt landris er jafnvel talið geta gert eldgos tíðari. Þá skiptir máli hvar mesta bráðnun jökla verður á hnettinum. Stóru ísbreiðurnar á norður- og suðurskautinu eru svo massamiklar að þær hafa þyngdartog á sjóinn í kringum þær. Þannig er sjávarstaða nærri Grænlandsjökli til að mynda hærri en ella vegna þyngdarsviðs íshellunnar. Þegar Grænlandsjökull bráðnar hratt eins og hann gerir nú slaknar á þyngdaráhrifunum og sjávarstaða lækkar í næsta nágrenni hans jafnvel þó að bráðnunarvatnið hækki sjávarstöðu á suðurhveli jarðar. Þessi áhrif eru talin ein helsta ástæða þess að sjávarstaða hækki minna við Ísland en heimsmeðaltalið. Sjávarstaða við strendur Íslands er frekar háð suðurskautsísnum. Vegna mikillar óvissu um þróun stórra jökla á Suðurskautslandinu setti vísindanefndin fyrirvara við spár sínar um sjávarstöðubreytingar hér á þessari öld. Verði skyndilegt hrun í jöklum á suðurhveli gæti hækkun sjávarstöðu hér við land orðið allt að tvöfalt meiri en gert er ráð fyrir.
Loftslagsmál Vísindi Norðurslóðir Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð "Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi.“ 8. desember 2016 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð "Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi.“ 8. desember 2016 11:00