Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 12:31 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn virðist ekki líklegur til að nýta sér afslátt í verslunum á morgun. Hann minnir á netverslun sem komi í veg fyrir að fólk komi saman. Almannavarnir Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira