Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:12 Þórólfur Guðnason fór yfir stöðuna á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira