Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2020 17:56 Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag. Vísir/Egill „Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42
„Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11
Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56