Miley Cyrus og Dua Lipa sakaðar um að herma eftir tónlistarmyndbandi íslenskrar tónlistarkonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 17:51 Til vinstri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Miley Cyrus og Dua Lipa sem gefið var út í gær. Til hægri má sjá stillu úr tónlistarmyndbandi Dream Wife sem kom út í maí. Vísir Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar. Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Tónlistarkonurnar Miley Cyrus og Dua Lipa gáfu í gær út tónlistarmyndband við lagið Prisoner. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað, bresk-íslenska pönksveitin Dream Wife hefur sakað þær stöllur um að hafa hermt eftir tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið So When You Gonna… Tónlistarmyndböndin tvö líkjast töluvert, en í þeim má annars vegar sjá hljómsveitarmeðlimi Dream Wife og hins vegar Cyrus og Dua Lipa flytja lögin í gegn um munn á annarri manneskju. Það er, sjónarhornið er slíkt að tennur ramma inn tónlistarkonurnar í báðum myndböndum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dream Wife (@dreamwife) So When You Gonna… tónlistarmyndbandið var frumsýnt þann 20. maí síðastliðinn eins og stelpurnar í Dream Wife hafa bent á. Dream Wife deildi nokkrum skjáskotum á Instagram-síðu sinni, þar sem þær sýna hve tónlistarmyndböndin eru lík og eru stillurnar nærri nákvæmlega eins. Þá benda Dream Wife stöllur á það að bassaleikarinn í myndbandi Cyrus og Dua Lipa virðist vera stílíseruð í anda Alice Go, hljómsveitarmeðlims í Dream Wife. There s even an Alice look a like .... pic.twitter.com/yMf8uG566b— Dream Wife (@DreamWifeMusic) November 20, 2020 Hljómsveitina Dream Wife skipa þær Rakel Mjöll Leifsdóttir, Alice Go og Bella Podpadec. Eftir að skífa sveitarinnar So When You Gonna… kom út fyrr á þessu ári varð Rakel þriðja íslenska konan til þess að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Cyrus hefur verið sökuð um stuld en í júní 2019 var hún gagnrýnd á Instagram eftir að Cyrus birti mynd af sér með köku sem á stendur „Abortion Is Healthcare,“ eða „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta.“ Bakarinn Becca Rea-Holloway, sem sérhæfir sig í „femínískum bakstri“ gagnrýndi söngkonuna fyrir að hafa stolið hugmyndinni hennar að kökuskreytingunni án þess að hafa nefnt hana á nafn. Það tíðkast á samfélagsmiðlum að fólk merki listamenn á myndir þar sem hermt er eftir sköpun þeirra. Í kjölfarið bað Cyrus Rea-Holloway formlega afsökunar og viðurkenndi að hún hefði óvart hermt eftir köku-hönnun hennar.
Höfundaréttur Tónlist Hollywood Bretland Tengdar fréttir Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00 Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9. september 2020 12:00
Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. 11. júlí 2020 14:40