Keppendur hituðu upp fyrir stórmeistaramót með því að gefa hvor öðrum skrýtnar pizzur 20. nóvember 2020 21:01 Aron Ólafsson er framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Stöð 2 Það er stór helgi framundan í rafíþróttaheiminum á Íslandi þar sem úrslitin í Stórmeistaramóti Vodafone deildarinnar munu ráðast um helgina og að sjálfsögðu verða herlegheitin í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 ESport. Dusty og Hafið mætast í úrslitum en keppt er í hinum goðsagnakennda Counter Strike tölvuleik. Aron Ólafsson er framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og þar dóu menn ekki ráðalausir þó ekki hafi verið hægt að auglýsa úrslitahelgina með viðeigandi hætti vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs. „Vegna covid gátum við ekki haldið hefðbundinn fjölmiðladag þar sem bæði lið mæta í sett og við gerum skemmtilegar kynningar á þeim eins og áður þá urðum við að hugsa aðeins út fyrir kassann. Eins og oft á þessum kvöldfundum þá vorum við að borða Dominos pizzu og fórum að spá í því hvaða pítsur við myndum gera fyrir hvorn annan.“ segir Aron. „Þannig að úr varð leikur meðal tveggja leikmanna úr hverju toppliði á stórmeistaramótinu þar sem þeir drógu úr hatti hvorn annan og þurftu að senda persónulega pítsu og lýsa hvers vegna þeir völdu þetta álegg svo sá sem fengi pítsuna gæti gískað á hvaða leikmaður þetta var." Klippa: Rafíþróttir - Upphitun fyrir stórmeistaramót „Það voru ýmsar pítsur sendar en flestar áttu þær það sameiginlegt að það var farið langt út fyrir hefðbundinn matseðil. Ég held að ein af mínum uppáhalds hafi verið með öllum kjötáleggjunum og einn stakan tómat í miðjuna með vísbendingunni um að leikmaðurinn væri svo kjötaður og tómaturinn táknaði að hann væri konungur meðal manna. Það sem sker hann út úr kjöthópnum,“ segir Aron. “Leikmennirnir fóru mikinn í að vera frumlegir og lýsingarnar voru flestar fallegar og persónulegar enda þekkjast flestir þessir keppendur mjög vel, búnir að keppa við hvorn annan lengi. Það var samt algjör tilviljun að einu tveir sem drógu hvorn annan grínuðust í hvor öðrum. Thomas Thomsen leikmaður KR sendi Auðunni ,,Auddzh" pítsu með öllum mögulegum osti sem til er á Dominos og ananas vegna þess að hann veit að hann er með mjólkuróþol og er team Guðni forseti þegar kemur að ananas á pítsu. Skilaboðin sem fylgdu voru að hann vissi að hann væri með mjólkuróþol og hann vonaðist til að Auðunn yrði enn illt í maganum þegar þeir mættust í undanúrslitum. Þess ber að geta að það dugði ekki til og Auðunn sigraði hann í undanúrslitum.“ Klippa: Rafíþróttir: Upphitun fyrir Stórmeistaramót 2 Þó kórónuveirufaraldurinn hafi eflaust minni áhrif á rafíþróttirnar en margar aðrar íþróttir segir Aron að það hafi verið gott að hitta loks félagana utan tölvunnar. „Það var gaman að geta gripið í smá leik með keppendum, vegna covid höfum við ekki hitt þá í lengri tíma svo það var gaman að sjá andlitin á þeim og geta rætt við þá aðeins í gegnum grímurnar.“ En það var ekki þannig að Aron sendi pítsurnar blindandi. ,,Nei ég ræsti Kristján Einar Kristjánsson í útkeyrslu, hann vissi ekkert af því. Það var samt eiginlega merkilega við þetta er að við fórum á 8 mismunandi Dominosstaði og þar af einn á Selfossi, Kristján hékk á húninum við opnum. Þetta var skemmtilegur dagur og Kristján fékk ýmsa aðstoðarmenn við að pítsasendlast." ,,En stærsta hindrunin var að enginn átti nógu stóran bíl til að passa upp á fjarlægðina í sendlastarfinu svo Toyota lánaði okkur Land Cruiser. Hann var það notalegur að Kristján Einar var að spá í að bjóðast til að taka kvöldvaktina hjá Dominos." Útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 18:00 á sunnudagskvöld á Stöð 2 ESport. Vodafone-deildin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Það er stór helgi framundan í rafíþróttaheiminum á Íslandi þar sem úrslitin í Stórmeistaramóti Vodafone deildarinnar munu ráðast um helgina og að sjálfsögðu verða herlegheitin í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 ESport. Dusty og Hafið mætast í úrslitum en keppt er í hinum goðsagnakennda Counter Strike tölvuleik. Aron Ólafsson er framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og þar dóu menn ekki ráðalausir þó ekki hafi verið hægt að auglýsa úrslitahelgina með viðeigandi hætti vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs. „Vegna covid gátum við ekki haldið hefðbundinn fjölmiðladag þar sem bæði lið mæta í sett og við gerum skemmtilegar kynningar á þeim eins og áður þá urðum við að hugsa aðeins út fyrir kassann. Eins og oft á þessum kvöldfundum þá vorum við að borða Dominos pizzu og fórum að spá í því hvaða pítsur við myndum gera fyrir hvorn annan.“ segir Aron. „Þannig að úr varð leikur meðal tveggja leikmanna úr hverju toppliði á stórmeistaramótinu þar sem þeir drógu úr hatti hvorn annan og þurftu að senda persónulega pítsu og lýsa hvers vegna þeir völdu þetta álegg svo sá sem fengi pítsuna gæti gískað á hvaða leikmaður þetta var." Klippa: Rafíþróttir - Upphitun fyrir stórmeistaramót „Það voru ýmsar pítsur sendar en flestar áttu þær það sameiginlegt að það var farið langt út fyrir hefðbundinn matseðil. Ég held að ein af mínum uppáhalds hafi verið með öllum kjötáleggjunum og einn stakan tómat í miðjuna með vísbendingunni um að leikmaðurinn væri svo kjötaður og tómaturinn táknaði að hann væri konungur meðal manna. Það sem sker hann út úr kjöthópnum,“ segir Aron. “Leikmennirnir fóru mikinn í að vera frumlegir og lýsingarnar voru flestar fallegar og persónulegar enda þekkjast flestir þessir keppendur mjög vel, búnir að keppa við hvorn annan lengi. Það var samt algjör tilviljun að einu tveir sem drógu hvorn annan grínuðust í hvor öðrum. Thomas Thomsen leikmaður KR sendi Auðunni ,,Auddzh" pítsu með öllum mögulegum osti sem til er á Dominos og ananas vegna þess að hann veit að hann er með mjólkuróþol og er team Guðni forseti þegar kemur að ananas á pítsu. Skilaboðin sem fylgdu voru að hann vissi að hann væri með mjólkuróþol og hann vonaðist til að Auðunn yrði enn illt í maganum þegar þeir mættust í undanúrslitum. Þess ber að geta að það dugði ekki til og Auðunn sigraði hann í undanúrslitum.“ Klippa: Rafíþróttir: Upphitun fyrir Stórmeistaramót 2 Þó kórónuveirufaraldurinn hafi eflaust minni áhrif á rafíþróttirnar en margar aðrar íþróttir segir Aron að það hafi verið gott að hitta loks félagana utan tölvunnar. „Það var gaman að geta gripið í smá leik með keppendum, vegna covid höfum við ekki hitt þá í lengri tíma svo það var gaman að sjá andlitin á þeim og geta rætt við þá aðeins í gegnum grímurnar.“ En það var ekki þannig að Aron sendi pítsurnar blindandi. ,,Nei ég ræsti Kristján Einar Kristjánsson í útkeyrslu, hann vissi ekkert af því. Það var samt eiginlega merkilega við þetta er að við fórum á 8 mismunandi Dominosstaði og þar af einn á Selfossi, Kristján hékk á húninum við opnum. Þetta var skemmtilegur dagur og Kristján fékk ýmsa aðstoðarmenn við að pítsasendlast." ,,En stærsta hindrunin var að enginn átti nógu stóran bíl til að passa upp á fjarlægðina í sendlastarfinu svo Toyota lánaði okkur Land Cruiser. Hann var það notalegur að Kristján Einar var að spá í að bjóðast til að taka kvöldvaktina hjá Dominos." Útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 18:00 á sunnudagskvöld á Stöð 2 ESport.
Vodafone-deildin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira