Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 17:39 Bretland mun segja skilið við innri markað Evrópu um áramótin en með nýjum bráðabirgðafríverslunarsamningi milli Bretlands, Íslands og Noregs munu viðskipti milli ríkjanna halda smurt áfram þar til fríverslunarsamningur er í höfn. EPA-EFE/ANDY RAIN Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður. Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður.
Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00