„Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2020 10:00 Þuríður Blær hefur slegið í gegn sem leikari og rappari síðastliðin ár. vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári. Einkalífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári.
Einkalífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira