Lagt til að lögverndun bókara, viðskipta- og hagfræðinga verði hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:35 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, stendur að baki frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara. Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara.
Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira