Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 07:01 Alls voru keyptar evrur fyrir rúmlega tuttugu milljónir króna. Unsplash/Lena Balk Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna. Dómsmál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna.
Dómsmál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira