Grunaður um brot gegn barni yfir tólf ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 13:10 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur á Selfossi en þetta mál fer fram í sal dómsins í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur. Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00