Súrefni sálarinnar Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2020 23:02 Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun