Átta kerti til minningar um þau sem hafa látist í ár Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 13:21 Minningarstund hefur hingað til farið fram við þyrlupallinn við Landspítalann, en minningarathöfnin verður með breyttu sniði í ár. Samgöngustofa Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira