Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar María Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:29 Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun