Það breyttist allt með Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 08:01 Rúnar Geirmundsson og sonur hans Elís. Vísir/Vilhelm „Það hefur margt breyst í þessum geira síðustu áratugina,“ segir Rúnar Geirmundsson útfarastjóri og annar eigandi Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar. Hún var stofnuð árið 1990 en þá hafði ekki verið stofnuð útfaraþjónusta á höfuðborgarsvæðinu frá því árið 1948. „Fram að stríðsárum voru húskveðjurnar alltaf heima fyrir. Þessu vildu yfirvöld breyta og því var lagður skattur á fyrirtæki og kirkjugarðsgjald til að afla tekna fyrir byggingu Fossvogskapellu,“ segir Rúnar og bætir við: „Það var af heilbrigðisástæðum sem menn vildu hætta með húskveðjurnar en kapellan einfaldaði líka margt annað. Oft voru organistar, prestar og fleiri að mæta á heimili fólks fyrir litlar athafnir sem þar voru haldnar. Þetta færðist allt í kapelluna og þannig þróuðust þær athafnir sem við þekkjum í dag sem kistulagning.“ Þá segir Rúnar það hafa breyst með tilkomu þeirra árið 1990 að aðstandendur hins látna yrðu kistuberar. „Þetta var algengt úti á landi því þar var einfaldlega ekki fólk til að sinna þeim störfum hjá útfaraþjónustunni. En auðvitað er það miklu persónulegra fyrir aðstandendur að fá að bera kistuna að gröf eða út úr kirkjunni,“ segir Rúnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar. Hún er í eigu Rúnars og eiginkonu hans Kristínar Sigurðardóttur. Blankur bólstrari að byggja Rúnar segir upphafið af starfinu í raun hafa verið tilviljun. „Forsagan er sú að ég er lærður bólstrari. Sá bransi hrundi hins vegar þegar innflutningurinn hófst fyrir alvöru. Ég var blankur og við hjónin að byggja þegar kunningi minn segir mér frá því að þeim vantaði mann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, meðal annars til að bólstra kistur,“ segir Rúnar. Á þessum tíma voru það eingöngu Kirkjugarðar Reykjavíkur sem sáu um að þjónusta útfari. Bálfarir og líkhúsið var einnig á þeirra vegum og hafði verið frá því 1948. „Fyrir stríð voru það þó þrjú einkarekin fyrirtæki, eða líkkistuvinnustofur, sem höfðu séð um þessa þjónustu, þar af ein sem stofnuð var árið 1899.“ Rúnar fer síðan að vinna fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur í ársbyrjun 1983. „Við vorum alltaf fjórir á líkbílnum því við sáum um að bera kisturnar. Frágangurinn og öll umgjörð var allt öðruvísi og ópersónulegri á þessum tíma. Maður á kannski ekkert að nefna það en til að skýra þetta út nefni ég samt dæmi eins og að loka munni eða augum hins látna. Okkur þykir þetta eðlilegt í dag en það var það ekkert alltaf þá,“ segir Rúnar. En hvernig var það fyrir ungan bólstrara að vera allt í einu komin í þetta umhverfi? „Mér fannst það ekkert sérstaklega þægilegt fyrst,“ segir Rúnar og rifjar upp fyrsta starfsdaginn sinn. Það var 15.janúar 1983 og ég var strax sendur í að sækja tvö lík á Barónsstíg. Ég man að mér fannst mjög erfitt að koma við lík og var ekki að höndla það alveg fyrstu klukkutímana að fara í líkhúsið en þá voru þar um þrjátíu lík,“ segir Rúnar og bætir við: „En þetta var harður og kaldur vetur og dánartíðnin há. Áður en ég vissi af var ég búin að sækja nokkra tugi og síðan hundruði einstaklinga á nokkrum mánuðum. Og eins og með allt annað, þá venst þetta.“ Rúnar Geirmundsson hefur starfað við útfaraþjónustu í 37 ár. Honum fannst fyrsti dagurinn erfiður en þetta venst eins og allt annað segir Rúnar sem upplifir starfið sitt í dag sem mjög gefandi. Vísir/Vilhelm Gamaldags viðhorf En þótt Rúnar vendist starfinu, fannst honum alltaf frekar gamaldags venjur og hugarfar ríkja hjá fyrirtækinu sem hann vann hjá. „Manni var bara sagt að svona hefði þetta verið í fjörtíu ár og hvað ég væri að halda að ég gæti farið að breyta einhverju,“ segir Rúnar. En hvað var það þá helst sem þú vildir breyta? „Það var fyrst og fremst þetta með að gera þjónustuna persónulegri og hlýlegri fyrir aðstandendur,“ segir Rúnar. Þá segir hann það viðhorf einnig hafa verið uppi um að konur kæmu ekki að útförum. Það var til dæmis kona sem vann á skrifstofunni sem langaði að taka þátt í kirkjunum. En þá var bara sagt að hún gæti það auðvitað ekki. Nema þá til að hita kaffi,“ segir Rúnar um tíðarandann sem þá var. Rúnar segir að þau hjónin hafi mikið rætt þetta á sínum tíma og alltaf séð fyrir sér áherslu á persónulega þjónustu. Þá segir hann það hafa verið fyrir aðstoð Kristínar sem honum lærðist það að þjálfa sig upp í einhverju sem heitir fagleg nánd. Það væri leiðin til að brynja sjálfan sig tilfinningalega um leið og hann vildi sýna aðstandendum hlýju og kærleik. „Enda fólk oft á mjög viðkæmu stigi þegar verið er að undirbúa útför,“ segir Rúnar. „Það breyttist reyndar margt með sálusorgarþjónustunni og því þegar sjúkrahúsprestarnir tóku til starfa,“ segir Rúnar sem segir þetta tvennt hafa haft mikið um það að segja að farið var að vinna öðruvísi og betur með dauðann og sorgina. Þegar útfaraþjónustan var síðan stofnuð voru eigendurnir reyndar fleiri. „Það var prestur og businessmaður og síðan vinur minn Birgir Finnbogason endurskoðandi og ég,“ segir Rúnar en tekur fram að vinur hans Birgir hafi reyndar eingöngu komið að borði því Rúnar bað hann um það. „Ég bað Birgi um að koma með mér í þetta því ég var ekki alveg að treysta þessu öllu. Síðan keyptum við prestinn og businessmanninn út og næstu árin á eftir áttum við félagarnir fyrirtækið ásamt eiginkonum okkar. En árið 1998 keyptum við Kristín Birgi og konuna hans út og við hjónin höfum verið eigendur síðan þá,“ segir Rúnar. Elís man ekki eftir öðru en að pabbi hans hafi unnið sem útfarastjóri. Elís sjálfur fór að hjálpa til sem unglingur. Fyrst við að þvo bílana en síðar að keyra og dreifa sálmabókum.Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Rúnar og Kristín eiga tvo syni, Sigurð sem er fæddur 1974 og síðan Elís, sem er fæddur árið 1981. Báðir hafa unnið hjá fyrirtækinu en Sigurður, sem er kerfisfræðingur, er þessa dagana að flytja aftur heim til Íslands, eftir að hafa búið í nokkur ár í Noregi. Elís starfar hins vegar hjá útfaraþjónustunni. „Ég var auðvitað svo lítill þegar pabbi byrjaði í þessari vinnu þannig að ég hef aldrei pælt neitt í þessu,“ segir Elís aðspurður um það hvort honum hafi ekki fundist starf föður síns eitthvað óvenjulegt þegar hann var barn. „En eflaust hefur kannski einhverjum vinum mínum fundist þetta skrýtið, maður svo sem skildi þetta ekkert alveg þá,“ bætir hann við. Hann segist þó muna vel eftir því þegar pabbi hans byrjaði með sinn eiginn rekstur því það þýddi að hann eignaðist sinn eiginn líkbíl. „Maður byrjaði auðvitað snemma að koma þarna inn og hjálpa til. Þrífa bílana og svona,“ segir Elís um fyrstu aðkomuna sína. „Síðan þegar ég var kominn með bílprófið þá fór maður að keyra og vera með í útförunum, deila sálmabókum og þess háttar,“ segir Elís. Fljótlega uppúr tvítugt fór hann að taka meiri þátt. „Þá fór ég að sækja með pabba á spítalana og fleira,“ segir Elís. Á þessum árum starfaði hann þó sem þjónn, fór til Spánar í eitt ár og gerði ýmislegt fleira. Það var því ekkert þannig að ég væri eitthvað sérstaklega að stefna á þetta á þeim tíma. Þetta var bara vinnan hans pabba,“ segir Elís. Með háskólanáminu fer Elís hins vegar að auka aðkomuna. Lengst af var það þó fremur Sigurður bróðir hans sem tók meira þátt. „Siggi hefur reyndar aldrei alveg hætt því hann sér um vefsíðuna og fleiri tölvumál,“ segir Elís. Feðgarnir segja vinnudagana óhefðbundna og oft langa, enda aldrei hægt að segja til um hvenær símtal kemur og þeir beðnir um að að sækja lík. „Maður er yfirleitt rosalega feginn eftir hvern dag og hverja athöfn að bara allt hafi gengið upp því það getur auðvitað margt farið úrskeiðis,“ segir Rúnar um vinnudaginn. Tónlistarmaður sem kemst ekki, eitthvað skarast á við annað í tíma, ganga þarf frá sálmabók og texta í prentun og prófarkalesa hana síðan og svo framvegis. Verkefnin séu margvísleg. „En þetta er samt skemmtilegt umhverfi,“ segir Elís því svo margir koma að. Maður kynnist svo mörgu fólki og er í samskiptum við svo marga. Allt tónlistarfólkið, prestar, blómafólk, fólk sem vinnur í veisluþjónustum eða í sölum og fleira,“ bætir hann við til útskýringar. „Þannig að þótt kaffistofuspjallið hjá okkur teljist örugglega óhefðbundið þá er það samt skemmtilegt því þetta er í rauninni fjölmennur klasi af fólki sem kemur að allt frá því að einstaklingur deyr og fram yfir útför,“ segir Elís. Sjálfur segist Elís því upplifa ákveðna vinnustaðamenningu í gegnum þennan fjölmenna klasa, þar sem hver og einn er fulltrúi síns vinnustaðar. Það geti verið starfsfólk á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða fólk sem starfar í þjónustugeiranum eða við tónlist. Að sögn feðga er ekki ólíklegt að tugir manns komi að í ferlinu þegar einstaklingur deyr. Allt breytt með Covid Að sögn feðganna hafa síðustu mánuðir þó verið erfiðir í kjölfar Covid. Þar vegi það þungt að skera niður fjölda gesta í útförum í 20 manns og nú 30 manns. „Það var sérstaklega erfitt í fyrstu bylgjunni, við erum sem betur fer farin að læra betur á þetta núna,“ segir Rúnar og bætir við: En fyrir fjölskyldur er mjög erfitt að þurfa að taka ákvarðanir um það hverjir mega mæta og hverjir ekki. Þetta getur verið óskaplega sárt og það vill í rauninni enginn vera í þeirri stöðu að segja til um það hverjir verða fyrir valinu.“ Rúnar segir mikinn mun á því núna í þriðju bylgju hvernig staðið er að málum í samanburði við fyrstu bylgjuna. Því allt sé þetta að komast í fastara ferli og kunnugra nú. „En það voru oft mikil sárindi þarna í vor þegar tuttugu barnabörn stóðu úti á plani eða langt frá úti í garði og hvað þá þegar aðeins tíu manns mega síðan mæta í erfidrykkju. Þetta er bara erfitt,“ segir Rúnar. En það er ekki aðeins fjöldatakmörkunin sem hefur gert síðustu mánuði einstaklega flókna. Oft sé það til dæmis þannig að það er verið að fresta útförum vegna þess að aðstandendur eða hluti fjölskyldunnar er í sóttkví. Og síðan er það sérstaklega erfitt þegar hinn látni hefur dáið úr Covid. Þá er kistan lokuð því líkið þarf að setja strax í lokaðan poka og beint í kistu. Þetta skilja allir en þetta er mjög sárt og erfitt fyrir nánustu aðstandendur,“ segir Rúnar. Feðgarnir Rúnar og Elís segja allt hafa breyst með Covid. Þeir eru þeirrar skoðunar að margt muni ekki breytast alveg í fyrrahorf. Framtíðin verði einhvers konar millivegur á því sem var og því sem nú er.Vísir/Vilhelm Feðgarnir segja þó að athafnirnar séu mjög fallegar þótt sóttvarnarreglur séu strangar og breyti miklu. Oft hafi aðstandendur jafnvel á orði eftir á að einfaldleikinn og fámennið hafi einmitt verið í anda hins látna. Streymið geri líka sitt. Feðgarnir segjast reyndar sannfærðir um að margt sem er að breytast vegna Covid séu breytingar sem eru komnar til að vera. Framtíðin verði einhvers konar millivegur á því sem var og því sem nú er. „Það er líka alveg séríslenskt að vera með 250-300 manna jarðafarir, þetta þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Rúnar. Blaðamaður hváir og spyr: Nú? „Nei, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru athafnirnar meira bara eins og við erum að sjá þær núna í Covid,“ segir Elís og útskýrir: „Þar eru það bara nánustu aðstandendur sem mæta og miklu einfaldari allt líka og fámennari í erfidrykkjunum.“ Það breyttist reyndar rosalega margt í kjölfar bankahruns. Útfarir voru fyrir þann tíma margar orðnar mjög fjölmennar, veglegar og dýrar. Fólk jafnvel með skreyttar kistur eða skrautkistur. Eftir hrun breyttist þetta, athafnir urðu minni og einfaldari. Síðustu árin fóru þær að breytast aftur og verða stærri. Covid er að breyta þeim nú,“ segir Rúnar um þróun mála síðustu árin og áratug. Þá spáir Rúnar því að bálfarir muni einnig færast í vöxt hér. Á Norðurlöndunum séu bálfarir um 90% í þéttbýli en um 50% í dreifðari byggðum. Á Íslandi eru þessi hlutföll 60% á höfuðborgarsvæðinu en 12-13% úti á landi. Skýringuna á því hvers vegna landsbyggðin er með mun færri bálfarir er sú að bálofarnir sem til eru á Íslandi eru í Fossvogi. Það þýði að fólk utan af landi þarf að senda hinn látna fram og til baka til Reykjavíkur fyrir bálför. Fyrir vikið eru kistufarir enn mun algengari val úti á landi. „Það má líka setja duftker í grafir hjá öðrum,“ segir Elís og aftur hváir blaðamaður hissa. „Já, já, það má setja mörg duftker í sama fjölskyldureitinn,“ útskýra feðgarnir. Duftkerin taka lítið pláss og í raun má setja í sama reitinn eins mörg duftker og fólk kýs, svo lengi sem það er pláss. „Þannig að til að heimsækja látna ástvini getur fólk nú valið að setja duftker á sama reit og þá heimsótt einn stað í stað þess að vera fara á marga staði eða á milli kirkjugarða,“ útskýra feðgarnir. Umræður spannast nú um þá hefð sem lengi hefur verið kunn, að lítil börn séu jarðsett í kistum og þær síðan settar í grafir ástvina. Feðgarnir segja þetta enn algengt en meira að segja þetta hafi breyst í áranna rás. Það var lengi þannig að börn sem fæddust andvana voru bara sett í kistur hjá einhverjum sem dó á svipuðum tíma og það ekki einu sinni skráð,“ segir Rúnar. „Í dag eru andvana fædd börn og jafnvel fóstur sett í lítil duftker eða kistur og fá sín eigin leiði,“ segir Elís. Lífsglaði útfarastjórinn Blaðamanni er nú aftur boðið upp á kaffi þar sem setið er á fallegu heimili Rúnars og Kristínar í Þverholtinu. Með kaffinu bjóðast heilsusamlegar smákökur. „Þær eru nú reyndar svolítið þurrar mamma, það væri fínt að dífa þeim bara í súkkulaði“ segir Elís og lætur sér fátt um finnast um hollusturæðu móður sinnar. Kristín eiginkona Rúnars er nú einnig sest við borðið og því tilvalið tækifæri til að spyrja þau þrjú, hvort fjölskyldan tali um eitthvað annað en vinnuna þegar að allir hittast. „Já, já“ segir Kristín og bætir við: ,,Þetta er nú ekki beint umræðuefni sem maður ræðir um fyrir framan barnabörnin þannig að það er ekkert erfitt fyrir okkur að tala ekki um vinnuna. Rúnar er líka oft kallaður lífsglaði útfarastjórinn, hann er bara þannig að eðlisfari, alltaf jákvæður og hress. Og það eru barnabörnin sem eiga hug hans allan og því öll tækifæri nýtt með þeim.“ „Ég á þrjú börn og þau pæla ekkert í því þótt við séum öll að hittast í pizzu, síðan skreppum við pabbi eitthvað og komum aftur og enginn fattar neitt,“ segir Elís og vísar þar til þess þegar þeir feðgar fá símtal og eru beðnir um að fara og sækja látinn einstakling. „Börnin tala bara um skápana hans afa,“ segja mæðginin og hlæja. Skáparnir sem börnin tala um eru í raun líkkistur sem standa lóðréttar upp við vegg og þau sjá þegar þau heimsækja afa sinn í vinnuna. Rúnar segir starfið afar gefandi þótt margt hafi breyst. Sú kynslóð sé til dæmis að hverfa sem átti fyrir jarðaförinni fyrirfram á sérstakri bankabók. Það sama eigi líka við um þá kynslóð sem stundum hafi verið búin að bródera og undirbúa fyrir kistuna sína til að tryggja að allt yrði nú sem fallegast. En þar sem Rúnar syngur óperusöng sjálfur og hefur sungið með í ófáum jarðaförum er ekki úr vegi að spyrja hvað hafi breyst í tónlistarvalinu? Já tónlistarvalið hefur breyst mikið og ekkert mjög langt síðan nútímatónlist eða íslensku lögin fóru að koma inn eins og nú er. Fólk hlustaði á Óskalög sjúklinga og Lög sjómanna og þetta fór smátt og smátt að breytast. Margir tónlistarmenn koma að útförum og ég get til dæmis sagt þér það að hann Raggi Bjarna heitinn söng í útförum fram á síðasta dag,“ segir Rúnar. „En það hefur verið erfitt að sjá þau áhrif sem Covid hefur haft á tónlistargeirann. Því þótt einsöngur sé fallegur þá hefur það líka verið falleg hefð að vera með kóra og fleiri sem syngja. Þetta er eitt af því sem hefur þurft að skera verulega niður til þess að tryggja að fleiri úr fjölskyldunni komist í athafnir,“ segir Rúnar að lokum. Gamla myndin Rúnar á fagráðstefnu í Hollandi laust fyrir síðustu aldamót. Rúnar spáir því að kistuförum muni áfram halda að fækka verulega því æ fleiri velja nú bálfarir. Helgarviðtal Atvinnulífsins Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Það hefur margt breyst í þessum geira síðustu áratugina,“ segir Rúnar Geirmundsson útfarastjóri og annar eigandi Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar. Hún var stofnuð árið 1990 en þá hafði ekki verið stofnuð útfaraþjónusta á höfuðborgarsvæðinu frá því árið 1948. „Fram að stríðsárum voru húskveðjurnar alltaf heima fyrir. Þessu vildu yfirvöld breyta og því var lagður skattur á fyrirtæki og kirkjugarðsgjald til að afla tekna fyrir byggingu Fossvogskapellu,“ segir Rúnar og bætir við: „Það var af heilbrigðisástæðum sem menn vildu hætta með húskveðjurnar en kapellan einfaldaði líka margt annað. Oft voru organistar, prestar og fleiri að mæta á heimili fólks fyrir litlar athafnir sem þar voru haldnar. Þetta færðist allt í kapelluna og þannig þróuðust þær athafnir sem við þekkjum í dag sem kistulagning.“ Þá segir Rúnar það hafa breyst með tilkomu þeirra árið 1990 að aðstandendur hins látna yrðu kistuberar. „Þetta var algengt úti á landi því þar var einfaldlega ekki fólk til að sinna þeim störfum hjá útfaraþjónustunni. En auðvitað er það miklu persónulegra fyrir aðstandendur að fá að bera kistuna að gröf eða út úr kirkjunni,“ segir Rúnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar. Hún er í eigu Rúnars og eiginkonu hans Kristínar Sigurðardóttur. Blankur bólstrari að byggja Rúnar segir upphafið af starfinu í raun hafa verið tilviljun. „Forsagan er sú að ég er lærður bólstrari. Sá bransi hrundi hins vegar þegar innflutningurinn hófst fyrir alvöru. Ég var blankur og við hjónin að byggja þegar kunningi minn segir mér frá því að þeim vantaði mann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, meðal annars til að bólstra kistur,“ segir Rúnar. Á þessum tíma voru það eingöngu Kirkjugarðar Reykjavíkur sem sáu um að þjónusta útfari. Bálfarir og líkhúsið var einnig á þeirra vegum og hafði verið frá því 1948. „Fyrir stríð voru það þó þrjú einkarekin fyrirtæki, eða líkkistuvinnustofur, sem höfðu séð um þessa þjónustu, þar af ein sem stofnuð var árið 1899.“ Rúnar fer síðan að vinna fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur í ársbyrjun 1983. „Við vorum alltaf fjórir á líkbílnum því við sáum um að bera kisturnar. Frágangurinn og öll umgjörð var allt öðruvísi og ópersónulegri á þessum tíma. Maður á kannski ekkert að nefna það en til að skýra þetta út nefni ég samt dæmi eins og að loka munni eða augum hins látna. Okkur þykir þetta eðlilegt í dag en það var það ekkert alltaf þá,“ segir Rúnar. En hvernig var það fyrir ungan bólstrara að vera allt í einu komin í þetta umhverfi? „Mér fannst það ekkert sérstaklega þægilegt fyrst,“ segir Rúnar og rifjar upp fyrsta starfsdaginn sinn. Það var 15.janúar 1983 og ég var strax sendur í að sækja tvö lík á Barónsstíg. Ég man að mér fannst mjög erfitt að koma við lík og var ekki að höndla það alveg fyrstu klukkutímana að fara í líkhúsið en þá voru þar um þrjátíu lík,“ segir Rúnar og bætir við: „En þetta var harður og kaldur vetur og dánartíðnin há. Áður en ég vissi af var ég búin að sækja nokkra tugi og síðan hundruði einstaklinga á nokkrum mánuðum. Og eins og með allt annað, þá venst þetta.“ Rúnar Geirmundsson hefur starfað við útfaraþjónustu í 37 ár. Honum fannst fyrsti dagurinn erfiður en þetta venst eins og allt annað segir Rúnar sem upplifir starfið sitt í dag sem mjög gefandi. Vísir/Vilhelm Gamaldags viðhorf En þótt Rúnar vendist starfinu, fannst honum alltaf frekar gamaldags venjur og hugarfar ríkja hjá fyrirtækinu sem hann vann hjá. „Manni var bara sagt að svona hefði þetta verið í fjörtíu ár og hvað ég væri að halda að ég gæti farið að breyta einhverju,“ segir Rúnar. En hvað var það þá helst sem þú vildir breyta? „Það var fyrst og fremst þetta með að gera þjónustuna persónulegri og hlýlegri fyrir aðstandendur,“ segir Rúnar. Þá segir hann það viðhorf einnig hafa verið uppi um að konur kæmu ekki að útförum. Það var til dæmis kona sem vann á skrifstofunni sem langaði að taka þátt í kirkjunum. En þá var bara sagt að hún gæti það auðvitað ekki. Nema þá til að hita kaffi,“ segir Rúnar um tíðarandann sem þá var. Rúnar segir að þau hjónin hafi mikið rætt þetta á sínum tíma og alltaf séð fyrir sér áherslu á persónulega þjónustu. Þá segir hann það hafa verið fyrir aðstoð Kristínar sem honum lærðist það að þjálfa sig upp í einhverju sem heitir fagleg nánd. Það væri leiðin til að brynja sjálfan sig tilfinningalega um leið og hann vildi sýna aðstandendum hlýju og kærleik. „Enda fólk oft á mjög viðkæmu stigi þegar verið er að undirbúa útför,“ segir Rúnar. „Það breyttist reyndar margt með sálusorgarþjónustunni og því þegar sjúkrahúsprestarnir tóku til starfa,“ segir Rúnar sem segir þetta tvennt hafa haft mikið um það að segja að farið var að vinna öðruvísi og betur með dauðann og sorgina. Þegar útfaraþjónustan var síðan stofnuð voru eigendurnir reyndar fleiri. „Það var prestur og businessmaður og síðan vinur minn Birgir Finnbogason endurskoðandi og ég,“ segir Rúnar en tekur fram að vinur hans Birgir hafi reyndar eingöngu komið að borði því Rúnar bað hann um það. „Ég bað Birgi um að koma með mér í þetta því ég var ekki alveg að treysta þessu öllu. Síðan keyptum við prestinn og businessmanninn út og næstu árin á eftir áttum við félagarnir fyrirtækið ásamt eiginkonum okkar. En árið 1998 keyptum við Kristín Birgi og konuna hans út og við hjónin höfum verið eigendur síðan þá,“ segir Rúnar. Elís man ekki eftir öðru en að pabbi hans hafi unnið sem útfarastjóri. Elís sjálfur fór að hjálpa til sem unglingur. Fyrst við að þvo bílana en síðar að keyra og dreifa sálmabókum.Vísir/Vilhelm Næsta kynslóð Rúnar og Kristín eiga tvo syni, Sigurð sem er fæddur 1974 og síðan Elís, sem er fæddur árið 1981. Báðir hafa unnið hjá fyrirtækinu en Sigurður, sem er kerfisfræðingur, er þessa dagana að flytja aftur heim til Íslands, eftir að hafa búið í nokkur ár í Noregi. Elís starfar hins vegar hjá útfaraþjónustunni. „Ég var auðvitað svo lítill þegar pabbi byrjaði í þessari vinnu þannig að ég hef aldrei pælt neitt í þessu,“ segir Elís aðspurður um það hvort honum hafi ekki fundist starf föður síns eitthvað óvenjulegt þegar hann var barn. „En eflaust hefur kannski einhverjum vinum mínum fundist þetta skrýtið, maður svo sem skildi þetta ekkert alveg þá,“ bætir hann við. Hann segist þó muna vel eftir því þegar pabbi hans byrjaði með sinn eiginn rekstur því það þýddi að hann eignaðist sinn eiginn líkbíl. „Maður byrjaði auðvitað snemma að koma þarna inn og hjálpa til. Þrífa bílana og svona,“ segir Elís um fyrstu aðkomuna sína. „Síðan þegar ég var kominn með bílprófið þá fór maður að keyra og vera með í útförunum, deila sálmabókum og þess háttar,“ segir Elís. Fljótlega uppúr tvítugt fór hann að taka meiri þátt. „Þá fór ég að sækja með pabba á spítalana og fleira,“ segir Elís. Á þessum árum starfaði hann þó sem þjónn, fór til Spánar í eitt ár og gerði ýmislegt fleira. Það var því ekkert þannig að ég væri eitthvað sérstaklega að stefna á þetta á þeim tíma. Þetta var bara vinnan hans pabba,“ segir Elís. Með háskólanáminu fer Elís hins vegar að auka aðkomuna. Lengst af var það þó fremur Sigurður bróðir hans sem tók meira þátt. „Siggi hefur reyndar aldrei alveg hætt því hann sér um vefsíðuna og fleiri tölvumál,“ segir Elís. Feðgarnir segja vinnudagana óhefðbundna og oft langa, enda aldrei hægt að segja til um hvenær símtal kemur og þeir beðnir um að að sækja lík. „Maður er yfirleitt rosalega feginn eftir hvern dag og hverja athöfn að bara allt hafi gengið upp því það getur auðvitað margt farið úrskeiðis,“ segir Rúnar um vinnudaginn. Tónlistarmaður sem kemst ekki, eitthvað skarast á við annað í tíma, ganga þarf frá sálmabók og texta í prentun og prófarkalesa hana síðan og svo framvegis. Verkefnin séu margvísleg. „En þetta er samt skemmtilegt umhverfi,“ segir Elís því svo margir koma að. Maður kynnist svo mörgu fólki og er í samskiptum við svo marga. Allt tónlistarfólkið, prestar, blómafólk, fólk sem vinnur í veisluþjónustum eða í sölum og fleira,“ bætir hann við til útskýringar. „Þannig að þótt kaffistofuspjallið hjá okkur teljist örugglega óhefðbundið þá er það samt skemmtilegt því þetta er í rauninni fjölmennur klasi af fólki sem kemur að allt frá því að einstaklingur deyr og fram yfir útför,“ segir Elís. Sjálfur segist Elís því upplifa ákveðna vinnustaðamenningu í gegnum þennan fjölmenna klasa, þar sem hver og einn er fulltrúi síns vinnustaðar. Það geti verið starfsfólk á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða fólk sem starfar í þjónustugeiranum eða við tónlist. Að sögn feðga er ekki ólíklegt að tugir manns komi að í ferlinu þegar einstaklingur deyr. Allt breytt með Covid Að sögn feðganna hafa síðustu mánuðir þó verið erfiðir í kjölfar Covid. Þar vegi það þungt að skera niður fjölda gesta í útförum í 20 manns og nú 30 manns. „Það var sérstaklega erfitt í fyrstu bylgjunni, við erum sem betur fer farin að læra betur á þetta núna,“ segir Rúnar og bætir við: En fyrir fjölskyldur er mjög erfitt að þurfa að taka ákvarðanir um það hverjir mega mæta og hverjir ekki. Þetta getur verið óskaplega sárt og það vill í rauninni enginn vera í þeirri stöðu að segja til um það hverjir verða fyrir valinu.“ Rúnar segir mikinn mun á því núna í þriðju bylgju hvernig staðið er að málum í samanburði við fyrstu bylgjuna. Því allt sé þetta að komast í fastara ferli og kunnugra nú. „En það voru oft mikil sárindi þarna í vor þegar tuttugu barnabörn stóðu úti á plani eða langt frá úti í garði og hvað þá þegar aðeins tíu manns mega síðan mæta í erfidrykkju. Þetta er bara erfitt,“ segir Rúnar. En það er ekki aðeins fjöldatakmörkunin sem hefur gert síðustu mánuði einstaklega flókna. Oft sé það til dæmis þannig að það er verið að fresta útförum vegna þess að aðstandendur eða hluti fjölskyldunnar er í sóttkví. Og síðan er það sérstaklega erfitt þegar hinn látni hefur dáið úr Covid. Þá er kistan lokuð því líkið þarf að setja strax í lokaðan poka og beint í kistu. Þetta skilja allir en þetta er mjög sárt og erfitt fyrir nánustu aðstandendur,“ segir Rúnar. Feðgarnir Rúnar og Elís segja allt hafa breyst með Covid. Þeir eru þeirrar skoðunar að margt muni ekki breytast alveg í fyrrahorf. Framtíðin verði einhvers konar millivegur á því sem var og því sem nú er.Vísir/Vilhelm Feðgarnir segja þó að athafnirnar séu mjög fallegar þótt sóttvarnarreglur séu strangar og breyti miklu. Oft hafi aðstandendur jafnvel á orði eftir á að einfaldleikinn og fámennið hafi einmitt verið í anda hins látna. Streymið geri líka sitt. Feðgarnir segjast reyndar sannfærðir um að margt sem er að breytast vegna Covid séu breytingar sem eru komnar til að vera. Framtíðin verði einhvers konar millivegur á því sem var og því sem nú er. „Það er líka alveg séríslenskt að vera með 250-300 manna jarðafarir, þetta þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Rúnar. Blaðamaður hváir og spyr: Nú? „Nei, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru athafnirnar meira bara eins og við erum að sjá þær núna í Covid,“ segir Elís og útskýrir: „Þar eru það bara nánustu aðstandendur sem mæta og miklu einfaldari allt líka og fámennari í erfidrykkjunum.“ Það breyttist reyndar rosalega margt í kjölfar bankahruns. Útfarir voru fyrir þann tíma margar orðnar mjög fjölmennar, veglegar og dýrar. Fólk jafnvel með skreyttar kistur eða skrautkistur. Eftir hrun breyttist þetta, athafnir urðu minni og einfaldari. Síðustu árin fóru þær að breytast aftur og verða stærri. Covid er að breyta þeim nú,“ segir Rúnar um þróun mála síðustu árin og áratug. Þá spáir Rúnar því að bálfarir muni einnig færast í vöxt hér. Á Norðurlöndunum séu bálfarir um 90% í þéttbýli en um 50% í dreifðari byggðum. Á Íslandi eru þessi hlutföll 60% á höfuðborgarsvæðinu en 12-13% úti á landi. Skýringuna á því hvers vegna landsbyggðin er með mun færri bálfarir er sú að bálofarnir sem til eru á Íslandi eru í Fossvogi. Það þýði að fólk utan af landi þarf að senda hinn látna fram og til baka til Reykjavíkur fyrir bálför. Fyrir vikið eru kistufarir enn mun algengari val úti á landi. „Það má líka setja duftker í grafir hjá öðrum,“ segir Elís og aftur hváir blaðamaður hissa. „Já, já, það má setja mörg duftker í sama fjölskyldureitinn,“ útskýra feðgarnir. Duftkerin taka lítið pláss og í raun má setja í sama reitinn eins mörg duftker og fólk kýs, svo lengi sem það er pláss. „Þannig að til að heimsækja látna ástvini getur fólk nú valið að setja duftker á sama reit og þá heimsótt einn stað í stað þess að vera fara á marga staði eða á milli kirkjugarða,“ útskýra feðgarnir. Umræður spannast nú um þá hefð sem lengi hefur verið kunn, að lítil börn séu jarðsett í kistum og þær síðan settar í grafir ástvina. Feðgarnir segja þetta enn algengt en meira að segja þetta hafi breyst í áranna rás. Það var lengi þannig að börn sem fæddust andvana voru bara sett í kistur hjá einhverjum sem dó á svipuðum tíma og það ekki einu sinni skráð,“ segir Rúnar. „Í dag eru andvana fædd börn og jafnvel fóstur sett í lítil duftker eða kistur og fá sín eigin leiði,“ segir Elís. Lífsglaði útfarastjórinn Blaðamanni er nú aftur boðið upp á kaffi þar sem setið er á fallegu heimili Rúnars og Kristínar í Þverholtinu. Með kaffinu bjóðast heilsusamlegar smákökur. „Þær eru nú reyndar svolítið þurrar mamma, það væri fínt að dífa þeim bara í súkkulaði“ segir Elís og lætur sér fátt um finnast um hollusturæðu móður sinnar. Kristín eiginkona Rúnars er nú einnig sest við borðið og því tilvalið tækifæri til að spyrja þau þrjú, hvort fjölskyldan tali um eitthvað annað en vinnuna þegar að allir hittast. „Já, já“ segir Kristín og bætir við: ,,Þetta er nú ekki beint umræðuefni sem maður ræðir um fyrir framan barnabörnin þannig að það er ekkert erfitt fyrir okkur að tala ekki um vinnuna. Rúnar er líka oft kallaður lífsglaði útfarastjórinn, hann er bara þannig að eðlisfari, alltaf jákvæður og hress. Og það eru barnabörnin sem eiga hug hans allan og því öll tækifæri nýtt með þeim.“ „Ég á þrjú börn og þau pæla ekkert í því þótt við séum öll að hittast í pizzu, síðan skreppum við pabbi eitthvað og komum aftur og enginn fattar neitt,“ segir Elís og vísar þar til þess þegar þeir feðgar fá símtal og eru beðnir um að fara og sækja látinn einstakling. „Börnin tala bara um skápana hans afa,“ segja mæðginin og hlæja. Skáparnir sem börnin tala um eru í raun líkkistur sem standa lóðréttar upp við vegg og þau sjá þegar þau heimsækja afa sinn í vinnuna. Rúnar segir starfið afar gefandi þótt margt hafi breyst. Sú kynslóð sé til dæmis að hverfa sem átti fyrir jarðaförinni fyrirfram á sérstakri bankabók. Það sama eigi líka við um þá kynslóð sem stundum hafi verið búin að bródera og undirbúa fyrir kistuna sína til að tryggja að allt yrði nú sem fallegast. En þar sem Rúnar syngur óperusöng sjálfur og hefur sungið með í ófáum jarðaförum er ekki úr vegi að spyrja hvað hafi breyst í tónlistarvalinu? Já tónlistarvalið hefur breyst mikið og ekkert mjög langt síðan nútímatónlist eða íslensku lögin fóru að koma inn eins og nú er. Fólk hlustaði á Óskalög sjúklinga og Lög sjómanna og þetta fór smátt og smátt að breytast. Margir tónlistarmenn koma að útförum og ég get til dæmis sagt þér það að hann Raggi Bjarna heitinn söng í útförum fram á síðasta dag,“ segir Rúnar. „En það hefur verið erfitt að sjá þau áhrif sem Covid hefur haft á tónlistargeirann. Því þótt einsöngur sé fallegur þá hefur það líka verið falleg hefð að vera með kóra og fleiri sem syngja. Þetta er eitt af því sem hefur þurft að skera verulega niður til þess að tryggja að fleiri úr fjölskyldunni komist í athafnir,“ segir Rúnar að lokum. Gamla myndin Rúnar á fagráðstefnu í Hollandi laust fyrir síðustu aldamót. Rúnar spáir því að kistuförum muni áfram halda að fækka verulega því æ fleiri velja nú bálfarir.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00
„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00
Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01