Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:36 Flest fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda hafa verið fyrirtæki í ferðaþjónustu eða öðrum tengdum greinum. Vísir/Vilhelm Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23
„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01