Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar óttast að ótímabundið verkfall flugvirkja hjá gæslunni muni hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu ef það dregst á langinn. Vélar geti bilað með skömmum fyrirvara. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira