Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2020 12:45 Dómsmálaráðherra segir kærunefnd útlendingamála vera með málið á sínu borði núna. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent