„Þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira