„Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01