Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 14:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir hér á blaðamannafund í Hörpu í dag ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Ölmu Möller landlækni. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24