Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 14:38 Hlutfall smitaðra á landamærum hefur farið hækkandi undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55