Milljón krónu spurningin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. október 2020 13:01 Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun