Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 21:02 Vísir/Hafþór Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“ Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“
Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55