„Þurfum að læra að slaka aðeins á“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 14:29 Jóhanna að gefa út heilsubók sjö ár eftir að sú fyrri kom út. Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna. Heilsa Þýskaland Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna.
Heilsa Þýskaland Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira