Líf í húfi Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2020 14:00 Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar