Rúmlega þrjátíu íslenskir karlmenn eru nú til rannsóknar hjá lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis og vegna gruns um að dreifa því. Myndirnar sýna gróf kynferðisbrot gegn börnum og hlaupa þær á hundruðum þúsunda. Aðgengi að barnaníðsefni er alltaf að verða auðveldara og brotin gegn börnunum grófari. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt er hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir og hvað hægt sé að gera til að koma börnunum til bjargar. Við vörum viðkvæma við lýsingum í þættinum. Þrjátíu og þrír íslenskir karlmenn til rannsóknar Danir gerðu viðamikla rannsókn á dreifingu og vörslu barnaníðsefni seint á síðasta ári og í ljós kom að Íslendingar voru viðriðnir sjö mál. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hóf þá rannsókn á þeim og voru sjö íslenskir karlmenn handteknir snemma á þessu ári. Lagt var hald á gríðarlegt magn af efni sem inniheldur gróft kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem stödd eru víðs vegar um heiminn. Fleiri íslenskir karlmenn hafa verið handteknir á síðustu mánuðum grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. Í september var tuttugu og einn karlmaður til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í 18 aðskildum málum. Þá eru tólf manns til rannsóknar hjá öðrum lögregluembættum. Í heildina eru þetta því á fjórða tug íslenskra karlmanna sem verið er að rannsaka vegna gruns um vörslu á barnaníðsefni. „Þeir hafa verið handteknir og verið teknar af þeim skýrslur. Svo erum við núna að vinna úr gögnum og svo þurfum við kannski að tala við þá aftur,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hvað erum við að tala um mikið magn af myndum sem þið hafið verið að sjá í þessum málum? „Það er alveg rosalega misjafnt. Það getur verið frá örfáum og þá er ég að tala um einhverja tugi og svo alveg upp í hundruð þúsunda, það er bara óhemja sko.“ Svona var staðan í september. Þrjátíu og þrír íslenskir karlmenn voru til rannsóknar grunaðir um vörslu barnaníðsefnis. GRAFÍK/HAFSTEINN Finna mennina eftir ýmsum leiðum Bylgja Hrönn starfar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er sú sem fer yfir myndirnar og myndskeiðin eftir að búið er að leggja hald á tölvur og gögn sakborninganna. Hún er helsti sérfræðingur lögreglunnar í málaflokknum. Bylgja hefur fengið sérstaka þjálfun erlendis í að skoða og greina barnaníðsefni og hefur skoðað milljónir barnaníðsmynda frá árinu 2013. „Ég fer yfir myndirnar sem slíkar til að meta hvað myndi flokkast undir barnaníð og hvað ekki. Af því stundum er þarna líka svona hefðbundið klám á milli fullorðinna og það er mitt að meta hvort að einstaklingurinn er undir aldri eða ekki,“ segir Bylgja. Á námskeiðinu sem Bylgja sótti erlendis myndaði hún tengsl við lögreglumenn víða í heiminum sem hún segir gríðarlega mikilvægt í málum sem þessum. Alþjóðleg samvinna skipti öllu máli. Tilkynningar koma oft frá erlendum lögregluyfirvöldum sem hafa þá komist yfir íslenskar ip-tölur í sínum rannsóknum. Í raun er allur gangur er á því hvernig þessi mál koma upp. „Við höfum fengið muni sem hefur verið farið með á verkstæði því þeir eru bilaðir og menn hafa séð barnaníðsefni þá. Við höfum fengið tilkynningu um aðila sem hleypti vini sínum í tölvuna til að gera eitthvað og hann sá að það var barnaklám þar,“ segir Steinar Kristján Ómarsson, yfirmaður tölvurannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurði Arnarsson sérfræðingur hjá tölvurannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Steinarr Kristján Ómarsson yfirmaður sömu deildar sýndu okkur forritið sem myndirnar eru skoðaðar, greindar og flokkaðar í.Kompás Tugir þúsund barnaníðsmynda í tölvu mannsins Við settumst niður með Steinari og Sigurði Arnarssyni, sem starfar í sömu deild, og fengum að skoða forritið þar sem myndirnar eru skoðaðar, greindar og flokkaðar. Nauðsynlegt er að skoða hverja einustu mynd þar sem magn og grófleiki skiptir máli þegar ákvarða á refsingar mannanna. Gögnin sem við skoðuðum voru gögn úr tölvu eins mannanna sem er til rannsóknar í dag. Myndskeiðin í tölvu mannsins eru 681 og kyrrmyndirnar næstum sjötíu þúsund. Þetta eru ekki allt barnaníðsmyndir en þær hlaupa á tugum þúsunda. Forritið sem lögreglan notar til að skoða barnaníðsefni raðar römmum í myndskeiðinu upp og þá dugar fyrir þann sem skoðar myndefnið að renna með bendlinum yfir til að sjá hvað er að gerast. Fleiri og grófari barnaníðsmyndir á tölvum mannanna Steinar hefur starfað við þessi mál frá 2007 og Sigurður frá 2005. Þeir segja mikinn mun á grófleika efnisins frá því þeir byrjuðu. Með fullkomnari tækni og betri nettengingu sé miklu meira af barnaníðsefni að finna í tölvum mannana. „Þegar við vorum að byrja að skoða þetta voru þetta fáar myndir, litli rammar og gróf gæð. Þannig voru myndskeiðin stutt og tóku lítið pláss. Í dag erum við að sjá stærri ramma, betri gæði og lengri myndskeið,“ segir Steinar. Flestir noti svokallað huldunet (e.Dark web) til að sækja myndirnar en það eru einnig margar aðrar leiðir. „Það er Dark web, ýmis skráskiptaforrit og í gegn um Facebook. Leiðirnar eru orðnar mjög margar og það er engin leið að loka neinni þeirra.“ Sigurður hefur starfað við þessi mál síðan árið 2005. Hann segir að myndirnar séu alltaf að verða grófari. Kompás Nauðganir á nokkurra mánaða gömlum börnum Myndirnar og myndskeiðin sem finnast í tölvum mannanna eru allt frá því að vera myndir af ungum stúlkum eða drengjum fáklæddum á strönd í að vera myndskeið af grófum brotum gegn ungabörnum. Það grófasta er þegar það er verið að misnota börn niður í nokkrar mánaða. Viðkomandi er að nota sinn líkama við að misnota þau eða er jafnvel að nota einhver verkfæri til þess segir Steinarr. Koma svona myndbönd reglulega upp? „Svona myndbönd koma upp í hverju einasta barnaníðsmáli, það er bara svoleiðis,“ segir Steinarr. Það versta sem Steinar og Sigurður segjast hafa séð er í raun ekki barnaníð sem slíkt. „Heldur kennslumyndband sem einhver barnaníðingurinn var búinn að taka saman þar sem hann var að lýsa því hvernig það ætti að byrja að móta börn þegar þau eru aðeins nokkurra mánaða gömul þannig að þau tækju ekki eftir því að það væri verið að níðast á þeim. Það var verið að vara við því hvað barnaníðingar ættu að passa sig á svo að mæðurnar, læknar eða aðrir kæmust ekki að því hvað þeir væru að gera. Það var verið að kenna hvernig menn ættu að vera góðir í að níðast á börnum. Það er eiginlega það ógeðslegasta sem ég hef nokkurn tímann séð,“ segir Steinarr. Var íslenskur með þetta í sinni tölvu? „Já það var íslenskur sem var með þetta í sinni tölvu,“ segir hann. Bylgja Hrönn segir verst að þurfa að horfa á nauðganir gegn ungabörnum.KOMPÁS Verst að heyra angistarópin Allt kapp er lagt á að finna út hver og hvar börnin eru og hvernig hægt er að koma þeim til bjargar. „Myndböndin geta verið með tónlist undir. Þau geta verið með hljóðum eða maður heyrir skipanir þegar einhver er að skipa barninu fyrir hvernig það eigi að hreyfa sig. Og stundum heyrum við líka angistarópin og annað þessháttar. Stundum er betra að horfa á þetta hljóðlaust til þess að þurfa ekki að heyra alla vonskuna sem er þarna,“ segir Steinarr. Stundum er þó nauðsynlegt að hafa hljóðið á til að heyra tungumálið. Klæðaburður barnanna og hlutir í umhverfinu eru einnig skoðaðir til að reyna finna hvar börnin eru stödd. Hafa fundið íslenskt barnaníðsefni Bylgja Hrönn segir að efnið sem hún hafi skoðað komi mest allt frá Evrópu. „Eitthvað frá Bandaríkjunum og Kanada. En svo hefur komið efnið frá Asíu. Það er svolítið af því líka en meira af evrópskum börnum,“ segir Bylgja. „Við höfum sannanir fyrir því að menn hafa misnotað börn á Íslandi og tekið það upp og dreift þannig það er til,“ segir Steinarr. Það sé fátítt að myndefni af íslenskum börnum finnist í tölvum mannanna. Þau eru þó sannfærð um að slíkt þrífist hér á landi. Ýmislegt bendi til þess. „Við erum líka að sjá þar sem við komumst ofan í samskipti og annað að þú kemst ekkert inn í ákveðna hópa með því að skipta á gömlu efni. Þeir gera bara kröfur um nýtt og ferskt, eitthvað sem þeir hafa ekki séð áður,“ segir Steinarr. „Stundum er betra að horfa á þetta hljóðlaust til að þurfa ekki að heyra alla vonskuna sem er þarna,“ segir Steinarr Kristján. KOMPÁS Tæplega tvö þúsund íslenskir karlmenn haldnir barnagirnd Eftir að menn eru handteknir fyrir vörslu barnaníðsefnis bendir lögregla þeim á að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Anna Kristín Newton hefur sinnt hluta þessara manna, auk þess sem hún veitir dæmdum barnaníðingum meðferð. Hún hefur verið með nokkra tugi manna í meðferð við barnagirnd sem hún skilgreinir sem kynferðislega löngum sem beinist að börnum. „Oftar en ekki erum við að horfa til barna sem eru ekki orðin kynþroska. Og þegar einstaklingar eru taldir haldnir alvarlegri barnagirnd þá er kynlöngunin eiginlega eingöngu til barna og ekki til neinna annarra jafnaldra,“ segir Anna Kristín. Talið er að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Langstærsti hlutinn eru karlmenn og má því áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt.GRAFÍK/HAFSTEINN Af hverju eru sumir með barnagirnd? „Það er flókin spurning. Sumir vilja meina að þeir fæðist með barnagirnd og vita það frá unga aldri og á kynþroskaskeiðinu að langanir þeirra beinist gegn yngri einstaklingum og þegar að þeir verða fullorðnir beinist það ennþá gegn börnum. Við getum talað um að barnagirnd sé ekki on eða off takki heldur vídd. Sumir geta misnotað börn en samt sem áður jafnframt haft kynferðislegar langanir til fullorðinna einstaklinga,“ segir Anna Kristín. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er talið að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Anna Kristín segir að langstærti hlutinn séu karlmenn og því má áætla að tæplega 2000 karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. „Það er ekki hægt að skikka þá til að leita sér aðstoðar en hluti þeirra gerir það því þeir vilja þá aðstoð við sinn vanda og koma í veg fyrir frekari skaða,“ segir Anna Kristín. En hefur þér tekist að aðstoða menn? „Ég vona það að það skili árangri en ég get ekki fullyrt það. Eins og við vitum eru þetta ósýnileg brot á netinu heima hjá fólki þar sem enginn annar er að fylgjast með en ég vona og rannsóknir erlendis sýna að það er hægt að hjálpa einstaklingum sem vilja halda sér öruggum,“ segir Anna Kristín. Hún bætir við að þeir sem þyrftu mest á hjálp að halda séu þeir sem leiti sér ekki aðstoðar. Anna Kristín Newton sálfræðingur hefur sinnt hluta þessara manna, auk þess sem hún veitir dæmdum barnaníðingum meðferð. Hún hefur verið með nokkra tugi manna í meðferð við barnagirnd sem hún skilgreinir sem kynferðislega löngum sem beinist að börnum.KOMPÁS „Þetta er sálardrepandi“ Barnaníðsmál eru ein erfiðustu mál lögreglumenn fást við. Vinna við að skoða svo ógeðfellt myndefni og horfa upp á ofbeldi gegn börnum tekur svo sannarlega á sálarlífið. Og vegna þess hve erfitt það er fyrir rannsakendur að skoða barnaníðsefni er mælt gegn því að sitja við lengur en í fjóra tíma í senn. Þetta er eiginlega sálardrepandi. Það er eiginlega mín lýsing á því. Maður verður svo tómur og svartsýnn og manni finnst einhvernveginn allt svo ljótt og allir vondir. Maður lendir eiginlega á þeim stað sem er ekkert voðalega góður staður að vera á andlega segir Steinarr. Sigurður tekur í sama streng. „Ef þetta er svona sérstaklega slæmt mál þá gerir maður ekkert mikið meira þann daginn og eins getur maður alveg fengið nóg eftir hálfan daginn. Stokkið út rauður í framan. Það þekkja það allir hérna.“ Bylgja segir að það sé dagamunur á henni. „En ég held að ég geti alltaf sagt að í öll skiptin eru ég alltaf jafn hissa á því hvað fólk getur verið viðbjóðslegt,“ segir hún. Þau hafa aðgang að sálfræðiþjónustu þegar þau vilja. „Það er eiginlega nauðsynlegur partur af þessu, að hafa það til staðar og við höfum notið fulls skilnings hjá embættinu með það,“ segir Steinarr. Bylgja Hrönn vonast til að hún komi einhverjum börnum til bjargar með vinnu sinni. KOMPÁS Eins og sprungin blaðra „Ég verð tóm, ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að gera svona hluti. Stundum er ég eins og sprunginn blaðra þegar ég kem heim. Maðurinn minn segir það. Að ég sé stundum svona eins og ég sé sprunginn,“ segir Bylgja. Svarið við því hvers vegna hún kjósi þá að vinna við þetta er einfalt. „Af því mér finnst ég vera að gera gagn.“ Steinarr og Sigurður upplifa þetta eins. „Þetta er erfitt og leiðinlegt og örugglega mannskemmandi en við vitum það líka að við erum kannski síðasta varnarlínan sem þessi börn hafa þannig að vonandi erum við að skila góðum árangri.“ Spilar Tetris eftir áhorf á barnaníðsefni Bylgja segist hafa lært það á námskeiðinu sem hún fór á Þýskalandi að spila Tetris eftir að hafa skoðað barnaníðsefni. „Það hljómar kannski pínu kjánalega en ég fer og spila Tetris í tíu til fimmtán mínútur. Eins kjánalega og það hljómar þá hjálpar það. Þetta var mér kennt þegar ég var í Selm. Þá kenndi sálfræðingurinn okkur að þetta væri gott til að virkja aðrar stöðvar í heilanum og ég er ekki frá því að þetta svínvirki,“ segir Bylgja. Nýr gagnagrunnur frá Dönum muni hjálpa Fyrir nokkrum vikum fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nýjan gagnagrunn frá Danmörku sem mun auðvelda skoðun á myndefninu. Gagnagrunnurinn greinir myndirnar fyrir skoðun og flokkar út þær myndir sem áður hafa verið skilgreindar sem barnaníðsefni. „Segjum að ég fái hundrað þúsund myndir sem ég þarf að skoða og það eru kannski sjötíu þúsund myndir sem eru þekkt barnaníðstefni þá er þetta bara staðfest barnaníðsefni þannig að eftir sitja þá þrjátíu þúsund myndir fyrir mig að skoða,“ segir Bylgja. Unnið er að því að setja upp grunninn sem verður tekin í notkun á næstu vikum. Bylgja er sannfærð um að hann muni koma til með að flýta rannsókn málanna sem taki oft allt of langan tíma. Þá muni lögreglan geta fundið fleiri menn að eigin frumkvæði. „Ég er alveg sannfærð um að það kemur til með að hjálpa okkur við að fá betri tími til að reyna þá að finna aðra,“ segir Bylgja. Hafa mestar áhyggjur af almenningsálitinu við handtöku Eftir að lögregla fær spurnir af því að menn gætu verið með barnaníðsefni í tölvunum sínum fer svokölluð forrannsókn í gang. Þá er farið í húsleit, tækin gerð upptæk og mennirnir handteknir. Tölvudeildin fær gögn mannanna og undirbýr skoðun. Það er Bylgja sem yfirheyrir flesta mennina sem handteknir eru á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að þeir hafi mestar áhyggjur af almenningsálitinu. Og hvað eru þessir menn að bera fyrir sig? Viðurkenna þeir brotin sín? „Sumir hverjir já. En þeir hafa kannski ekki endilega skýringu á því hvers vegna þeir eru að gera þetta.“ Eru eru einhverjir sem reyna að taka alveg fyrir það? „Já, það er oftast í þeim tilvikum þar sem eru færri myndir heldur en fleiri. Þá reyna menn að bera fyrir sig kjanalegar afsakanir,“ segir Bylgja. Fjölskyldumenn í hópnum Anna Kristín segir að þeir menn sem hún sinni séu á víðu aldursbili. Allt frá unglingum upp í mjög fullorðna einstaklinga. „Ég á mjög erfitt með að finna eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt. Þetta er mjög breiður hópur sem hefur mismunandi bakrunn og þegar maður skoðar og fer yfir sögu þeirra hvað verður til þess að þeir enda hjá mér við þessum vanda þá sér maður að þeir hafa ólíka sögu, sumir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku sem kveikir á einhverju, aðrir hafa sögu um vanrækslu, sumir eru einangraðir félagslega og tilfinningalega, á meðan aðrir hafa enga aðra skýringu en að þeir hafi alltaf verið svona,“ segir Anna Kristín. Mennirnir sem hafa verið handteknir á síðustu misserum vegna vörslu barnaníðsefnis eru sumir hverjir fjölskyldumenn. Þetta eru alla jafna bara ósköp venjulegir menn, og sumir hverjir með fjölskyldu. Þetta er bara meðalmaður segir Bylgja. Mega ekki láta eiginkonuna vita Steinarr segist alltaf vona að þeir nái að sanna brot mannanna og komið þeim í burtu frá þessum brotum. „En því miður erum við að sja sömu aðilana aftur og aftur þannig einhvers staðar liggur þetta dýpra hjá mönnum,“ segir Steinarr. Lögreglan hefur ekki heimild til að láta fjölskyldur mannanna vita, jafnvel þó að þeir eigi börn. „En ef það kemur upp grunur hjá okkur að einhver í fjölskyldunni gæti verið í hættu þá skoðum við það verulega vel. Við höfum ekki heimild til að labba til konunnar hans og segja að við höfum verið að handtaka manninn hennar fyrir að vera með barnaklám, þó ég myndi vilja gera það,“ segir Bylgja. Meðferð við barnagirnd flókin Barnagirnd hefur í eðli sínu verið talin til hneigðar. Því er erfitt að ætla að lækna hana alveg. Anna Kristín segir að meðferðin hefjist alltaf á að reyna kortleggja vandann og finna út hvernig hann varð til. „Við erum alltaf að reyna gera öryggisáætlanir til að draga úr því að einstaklingar fari í þetta eða hafi tækifæri til þess. Ef við erum að tala um barnaníðsefni þá er besta leiðin til að koma í veg fyrir það að vera ekki með snjalltæki og stundum erþ að kannski fyrsta skrefið að vera ekki með freistinguna fyrir framan sig. Við búum samt í nútímasamfélagi og fólk þarf að geta unnið með tölvur og farið á netið og þá erum við að reyna búa um hnútana þannig að það sé hægt að umgangast þessi tæki með þeim hætti að það vindi ekki upp á sig í þá átt að það sé brotið gegn barni,“ segir Anna. Anna Kristín segir að þeir menn sem hún sinni séu á víðu aldursbili. Hún á mjög erfitt með að finna eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt. KOMPÁS Hún segir að sumir vilji meina sjálfir að þeir myndu aldrei leita á barna þrátt fyrir að þeir horfi á barnaníðsefni. „Að þeir gætu ekki hugsað sér það sjálfir en að sjálfsögðu er búið að brjóta á þessu barni sem þeir eru að horfa á. En það virðist vera siðferðislegur þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að fara skrefinu lengra,“ segir Anna. Barnaníðsefni aldrei verið eins aðgengilegt Það er alveg ljóst að sá sem viðheldur eftirspurn eftir barnaníðsefni með því að horfa á það stuðlar að því að verið sé að brjóta á börnum úti í heimi og jafnvel hér heima. En er hægt að kom í veg fyrir þessi brot? „Akkúrat í eðli sínu eins og heimurinn er í dag er þetta mjög aðgengilegt efni. Það er aðgengilegra en það hefur verið. Ef við ætlum að reyna koma í veg fyrir að fólk leiti upp efni af þessum toga þá þyrftum við að byrja á því að tala meira um það hversu skaðlegt það er, alveg frá ungum aldri. Á þeim tímapunkti sem við öll höfum aðgengi að netinu. Að við séum meðvituð um hvað við eigum ekki að vera að gera og hvað sé ekki í lagi,“ segir Anna. Lítið sem ekkert sé rætt um þessi mál í kynfræðslu sem þyrfti kannski að vera í einhverri mynd. „Ræða við börnin óæskilega hegðun á netinu þó við förum ekki í það að ræða þessar grófustu myndir því ég held ég fari rétt með þegar ég segi að fólk byrjar ekki á þeim. Það kannski endar á þeim stað en þegar fólk byrjar að skoða efni á netinu þá byrjar það á byrjunarreit og fikrar sig áfram,“ segir Anna Kristín. Umræðan í garð barnaníðinga óvægin og vöntun á úrræðum Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár og hefur verið gagnrýnt hve væg refsingin er. „Það er ekki hægt að koma að fullu í veg fyrir þetta, það verður aldrei hægt en við getum reynt að gera hluti svo að þetta minnki. Til dæmis góða refsilöggjöf og góða löggæslu og að heilbrigðiskerfið taki þetta líka til sín. Betri geðheilbrigðisþjónusta fyrir mennina svo sem þeir brjóti ekki af sér aftur og aftur,“ segir Steinarr. Anna Kristín segir að umræðan í garð þeirra sem eru með barnagirnd sé oft óvægin og þeir sem haldnir eru barnagirnd eigi því oft erfitt að leita sér aðstoðar. Hún segist þó skilja það enda miklar tilfinningar í spilinu. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er hluti af þeim sem eru með barnagirnd sem gerir ekkert með það. Það er meðvituð ákvörðun hjá þeim að skaða engann svo þeir sitja fastir með hugsanir og langanir sem þeim finnst óþægilegar en hafa kannski ekki tækifæri til að vinna eða fá stuðning í gegn um það. Við sem samfélag erum ekkert mjög opin fyrir því að heyra það að einhver sé með barnagirnd en brjóti ekki gegn börnum og erum búin að búa til samasem merki þarna á milli. Ég held að það þurfi að að vera betra aðgengi að úrræðum fyrir þessa einstaklinga. Þá vantar þetta öryggi að einhver hafi skilning eða sé tilbúinn að styðja við þá í þeirri vegferð sem þeir eru að reyna stíga með í gegn um lífið,“ segir Anna Kristín. Þá vanti úrræði en aðeins örfáir sérfræðingar sinni þessum hópi eins og staðan er í dag. „Þetta er sérhæfð vinna það þarf að fara varlega hvernig meðferðin er uppsett og annað slíkt og aðgengið að því takmarkað eins og staðan er í dag,“ segir Anna Kristín. Önnur hlið málsins í næsta Kompás þætti Á fjórða tug manna er til rannsóknar lögreglu vegna niðurhals á barnaníðsefni. En það er vitað að mun fleiri hlaða niður slíku efni hér á landi. Með niðurhali er eftirspurn viðhaldið á efni þar sem brotið er gróflega á börnum, allt niður í nokkurra mánaða gömlum. En svo annar vinkill sem mikilvægt er að skoða - Færst hefur í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni – til jafningja sem síðan er dreift áfram en einnig að beiðni fullorðinna sem ná sambandi við þau í gegnum tölvuleiki og samfélagsmiðla. Þessar myndir geta síðan endað á klámsíðum eða sérstökum barnaníðssíðum. Í næsta Kompásþætti sem birtist eftir viku fjöllum við um þessa hlið málsins. Kompás Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Rúmlega þrjátíu íslenskir karlmenn eru nú til rannsóknar hjá lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis og vegna gruns um að dreifa því. Myndirnar sýna gróf kynferðisbrot gegn börnum og hlaupa þær á hundruðum þúsunda. Aðgengi að barnaníðsefni er alltaf að verða auðveldara og brotin gegn börnunum grófari. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt er hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir og hvað hægt sé að gera til að koma börnunum til bjargar. Við vörum viðkvæma við lýsingum í þættinum. Þrjátíu og þrír íslenskir karlmenn til rannsóknar Danir gerðu viðamikla rannsókn á dreifingu og vörslu barnaníðsefni seint á síðasta ári og í ljós kom að Íslendingar voru viðriðnir sjö mál. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hóf þá rannsókn á þeim og voru sjö íslenskir karlmenn handteknir snemma á þessu ári. Lagt var hald á gríðarlegt magn af efni sem inniheldur gróft kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem stödd eru víðs vegar um heiminn. Fleiri íslenskir karlmenn hafa verið handteknir á síðustu mánuðum grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. Í september var tuttugu og einn karlmaður til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í 18 aðskildum málum. Þá eru tólf manns til rannsóknar hjá öðrum lögregluembættum. Í heildina eru þetta því á fjórða tug íslenskra karlmanna sem verið er að rannsaka vegna gruns um vörslu á barnaníðsefni. „Þeir hafa verið handteknir og verið teknar af þeim skýrslur. Svo erum við núna að vinna úr gögnum og svo þurfum við kannski að tala við þá aftur,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hvað erum við að tala um mikið magn af myndum sem þið hafið verið að sjá í þessum málum? „Það er alveg rosalega misjafnt. Það getur verið frá örfáum og þá er ég að tala um einhverja tugi og svo alveg upp í hundruð þúsunda, það er bara óhemja sko.“ Svona var staðan í september. Þrjátíu og þrír íslenskir karlmenn voru til rannsóknar grunaðir um vörslu barnaníðsefnis. GRAFÍK/HAFSTEINN Finna mennina eftir ýmsum leiðum Bylgja Hrönn starfar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er sú sem fer yfir myndirnar og myndskeiðin eftir að búið er að leggja hald á tölvur og gögn sakborninganna. Hún er helsti sérfræðingur lögreglunnar í málaflokknum. Bylgja hefur fengið sérstaka þjálfun erlendis í að skoða og greina barnaníðsefni og hefur skoðað milljónir barnaníðsmynda frá árinu 2013. „Ég fer yfir myndirnar sem slíkar til að meta hvað myndi flokkast undir barnaníð og hvað ekki. Af því stundum er þarna líka svona hefðbundið klám á milli fullorðinna og það er mitt að meta hvort að einstaklingurinn er undir aldri eða ekki,“ segir Bylgja. Á námskeiðinu sem Bylgja sótti erlendis myndaði hún tengsl við lögreglumenn víða í heiminum sem hún segir gríðarlega mikilvægt í málum sem þessum. Alþjóðleg samvinna skipti öllu máli. Tilkynningar koma oft frá erlendum lögregluyfirvöldum sem hafa þá komist yfir íslenskar ip-tölur í sínum rannsóknum. Í raun er allur gangur er á því hvernig þessi mál koma upp. „Við höfum fengið muni sem hefur verið farið með á verkstæði því þeir eru bilaðir og menn hafa séð barnaníðsefni þá. Við höfum fengið tilkynningu um aðila sem hleypti vini sínum í tölvuna til að gera eitthvað og hann sá að það var barnaklám þar,“ segir Steinar Kristján Ómarsson, yfirmaður tölvurannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurði Arnarsson sérfræðingur hjá tölvurannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Steinarr Kristján Ómarsson yfirmaður sömu deildar sýndu okkur forritið sem myndirnar eru skoðaðar, greindar og flokkaðar í.Kompás Tugir þúsund barnaníðsmynda í tölvu mannsins Við settumst niður með Steinari og Sigurði Arnarssyni, sem starfar í sömu deild, og fengum að skoða forritið þar sem myndirnar eru skoðaðar, greindar og flokkaðar. Nauðsynlegt er að skoða hverja einustu mynd þar sem magn og grófleiki skiptir máli þegar ákvarða á refsingar mannanna. Gögnin sem við skoðuðum voru gögn úr tölvu eins mannanna sem er til rannsóknar í dag. Myndskeiðin í tölvu mannsins eru 681 og kyrrmyndirnar næstum sjötíu þúsund. Þetta eru ekki allt barnaníðsmyndir en þær hlaupa á tugum þúsunda. Forritið sem lögreglan notar til að skoða barnaníðsefni raðar römmum í myndskeiðinu upp og þá dugar fyrir þann sem skoðar myndefnið að renna með bendlinum yfir til að sjá hvað er að gerast. Fleiri og grófari barnaníðsmyndir á tölvum mannanna Steinar hefur starfað við þessi mál frá 2007 og Sigurður frá 2005. Þeir segja mikinn mun á grófleika efnisins frá því þeir byrjuðu. Með fullkomnari tækni og betri nettengingu sé miklu meira af barnaníðsefni að finna í tölvum mannana. „Þegar við vorum að byrja að skoða þetta voru þetta fáar myndir, litli rammar og gróf gæð. Þannig voru myndskeiðin stutt og tóku lítið pláss. Í dag erum við að sjá stærri ramma, betri gæði og lengri myndskeið,“ segir Steinar. Flestir noti svokallað huldunet (e.Dark web) til að sækja myndirnar en það eru einnig margar aðrar leiðir. „Það er Dark web, ýmis skráskiptaforrit og í gegn um Facebook. Leiðirnar eru orðnar mjög margar og það er engin leið að loka neinni þeirra.“ Sigurður hefur starfað við þessi mál síðan árið 2005. Hann segir að myndirnar séu alltaf að verða grófari. Kompás Nauðganir á nokkurra mánaða gömlum börnum Myndirnar og myndskeiðin sem finnast í tölvum mannanna eru allt frá því að vera myndir af ungum stúlkum eða drengjum fáklæddum á strönd í að vera myndskeið af grófum brotum gegn ungabörnum. Það grófasta er þegar það er verið að misnota börn niður í nokkrar mánaða. Viðkomandi er að nota sinn líkama við að misnota þau eða er jafnvel að nota einhver verkfæri til þess segir Steinarr. Koma svona myndbönd reglulega upp? „Svona myndbönd koma upp í hverju einasta barnaníðsmáli, það er bara svoleiðis,“ segir Steinarr. Það versta sem Steinar og Sigurður segjast hafa séð er í raun ekki barnaníð sem slíkt. „Heldur kennslumyndband sem einhver barnaníðingurinn var búinn að taka saman þar sem hann var að lýsa því hvernig það ætti að byrja að móta börn þegar þau eru aðeins nokkurra mánaða gömul þannig að þau tækju ekki eftir því að það væri verið að níðast á þeim. Það var verið að vara við því hvað barnaníðingar ættu að passa sig á svo að mæðurnar, læknar eða aðrir kæmust ekki að því hvað þeir væru að gera. Það var verið að kenna hvernig menn ættu að vera góðir í að níðast á börnum. Það er eiginlega það ógeðslegasta sem ég hef nokkurn tímann séð,“ segir Steinarr. Var íslenskur með þetta í sinni tölvu? „Já það var íslenskur sem var með þetta í sinni tölvu,“ segir hann. Bylgja Hrönn segir verst að þurfa að horfa á nauðganir gegn ungabörnum.KOMPÁS Verst að heyra angistarópin Allt kapp er lagt á að finna út hver og hvar börnin eru og hvernig hægt er að koma þeim til bjargar. „Myndböndin geta verið með tónlist undir. Þau geta verið með hljóðum eða maður heyrir skipanir þegar einhver er að skipa barninu fyrir hvernig það eigi að hreyfa sig. Og stundum heyrum við líka angistarópin og annað þessháttar. Stundum er betra að horfa á þetta hljóðlaust til þess að þurfa ekki að heyra alla vonskuna sem er þarna,“ segir Steinarr. Stundum er þó nauðsynlegt að hafa hljóðið á til að heyra tungumálið. Klæðaburður barnanna og hlutir í umhverfinu eru einnig skoðaðir til að reyna finna hvar börnin eru stödd. Hafa fundið íslenskt barnaníðsefni Bylgja Hrönn segir að efnið sem hún hafi skoðað komi mest allt frá Evrópu. „Eitthvað frá Bandaríkjunum og Kanada. En svo hefur komið efnið frá Asíu. Það er svolítið af því líka en meira af evrópskum börnum,“ segir Bylgja. „Við höfum sannanir fyrir því að menn hafa misnotað börn á Íslandi og tekið það upp og dreift þannig það er til,“ segir Steinarr. Það sé fátítt að myndefni af íslenskum börnum finnist í tölvum mannanna. Þau eru þó sannfærð um að slíkt þrífist hér á landi. Ýmislegt bendi til þess. „Við erum líka að sjá þar sem við komumst ofan í samskipti og annað að þú kemst ekkert inn í ákveðna hópa með því að skipta á gömlu efni. Þeir gera bara kröfur um nýtt og ferskt, eitthvað sem þeir hafa ekki séð áður,“ segir Steinarr. „Stundum er betra að horfa á þetta hljóðlaust til að þurfa ekki að heyra alla vonskuna sem er þarna,“ segir Steinarr Kristján. KOMPÁS Tæplega tvö þúsund íslenskir karlmenn haldnir barnagirnd Eftir að menn eru handteknir fyrir vörslu barnaníðsefnis bendir lögregla þeim á að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Anna Kristín Newton hefur sinnt hluta þessara manna, auk þess sem hún veitir dæmdum barnaníðingum meðferð. Hún hefur verið með nokkra tugi manna í meðferð við barnagirnd sem hún skilgreinir sem kynferðislega löngum sem beinist að börnum. „Oftar en ekki erum við að horfa til barna sem eru ekki orðin kynþroska. Og þegar einstaklingar eru taldir haldnir alvarlegri barnagirnd þá er kynlöngunin eiginlega eingöngu til barna og ekki til neinna annarra jafnaldra,“ segir Anna Kristín. Talið er að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Langstærsti hlutinn eru karlmenn og má því áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt.GRAFÍK/HAFSTEINN Af hverju eru sumir með barnagirnd? „Það er flókin spurning. Sumir vilja meina að þeir fæðist með barnagirnd og vita það frá unga aldri og á kynþroskaskeiðinu að langanir þeirra beinist gegn yngri einstaklingum og þegar að þeir verða fullorðnir beinist það ennþá gegn börnum. Við getum talað um að barnagirnd sé ekki on eða off takki heldur vídd. Sumir geta misnotað börn en samt sem áður jafnframt haft kynferðislegar langanir til fullorðinna einstaklinga,“ segir Anna Kristín. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er talið að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Anna Kristín segir að langstærti hlutinn séu karlmenn og því má áætla að tæplega 2000 karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. „Það er ekki hægt að skikka þá til að leita sér aðstoðar en hluti þeirra gerir það því þeir vilja þá aðstoð við sinn vanda og koma í veg fyrir frekari skaða,“ segir Anna Kristín. En hefur þér tekist að aðstoða menn? „Ég vona það að það skili árangri en ég get ekki fullyrt það. Eins og við vitum eru þetta ósýnileg brot á netinu heima hjá fólki þar sem enginn annar er að fylgjast með en ég vona og rannsóknir erlendis sýna að það er hægt að hjálpa einstaklingum sem vilja halda sér öruggum,“ segir Anna Kristín. Hún bætir við að þeir sem þyrftu mest á hjálp að halda séu þeir sem leiti sér ekki aðstoðar. Anna Kristín Newton sálfræðingur hefur sinnt hluta þessara manna, auk þess sem hún veitir dæmdum barnaníðingum meðferð. Hún hefur verið með nokkra tugi manna í meðferð við barnagirnd sem hún skilgreinir sem kynferðislega löngum sem beinist að börnum.KOMPÁS „Þetta er sálardrepandi“ Barnaníðsmál eru ein erfiðustu mál lögreglumenn fást við. Vinna við að skoða svo ógeðfellt myndefni og horfa upp á ofbeldi gegn börnum tekur svo sannarlega á sálarlífið. Og vegna þess hve erfitt það er fyrir rannsakendur að skoða barnaníðsefni er mælt gegn því að sitja við lengur en í fjóra tíma í senn. Þetta er eiginlega sálardrepandi. Það er eiginlega mín lýsing á því. Maður verður svo tómur og svartsýnn og manni finnst einhvernveginn allt svo ljótt og allir vondir. Maður lendir eiginlega á þeim stað sem er ekkert voðalega góður staður að vera á andlega segir Steinarr. Sigurður tekur í sama streng. „Ef þetta er svona sérstaklega slæmt mál þá gerir maður ekkert mikið meira þann daginn og eins getur maður alveg fengið nóg eftir hálfan daginn. Stokkið út rauður í framan. Það þekkja það allir hérna.“ Bylgja segir að það sé dagamunur á henni. „En ég held að ég geti alltaf sagt að í öll skiptin eru ég alltaf jafn hissa á því hvað fólk getur verið viðbjóðslegt,“ segir hún. Þau hafa aðgang að sálfræðiþjónustu þegar þau vilja. „Það er eiginlega nauðsynlegur partur af þessu, að hafa það til staðar og við höfum notið fulls skilnings hjá embættinu með það,“ segir Steinarr. Bylgja Hrönn vonast til að hún komi einhverjum börnum til bjargar með vinnu sinni. KOMPÁS Eins og sprungin blaðra „Ég verð tóm, ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að gera svona hluti. Stundum er ég eins og sprunginn blaðra þegar ég kem heim. Maðurinn minn segir það. Að ég sé stundum svona eins og ég sé sprunginn,“ segir Bylgja. Svarið við því hvers vegna hún kjósi þá að vinna við þetta er einfalt. „Af því mér finnst ég vera að gera gagn.“ Steinarr og Sigurður upplifa þetta eins. „Þetta er erfitt og leiðinlegt og örugglega mannskemmandi en við vitum það líka að við erum kannski síðasta varnarlínan sem þessi börn hafa þannig að vonandi erum við að skila góðum árangri.“ Spilar Tetris eftir áhorf á barnaníðsefni Bylgja segist hafa lært það á námskeiðinu sem hún fór á Þýskalandi að spila Tetris eftir að hafa skoðað barnaníðsefni. „Það hljómar kannski pínu kjánalega en ég fer og spila Tetris í tíu til fimmtán mínútur. Eins kjánalega og það hljómar þá hjálpar það. Þetta var mér kennt þegar ég var í Selm. Þá kenndi sálfræðingurinn okkur að þetta væri gott til að virkja aðrar stöðvar í heilanum og ég er ekki frá því að þetta svínvirki,“ segir Bylgja. Nýr gagnagrunnur frá Dönum muni hjálpa Fyrir nokkrum vikum fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nýjan gagnagrunn frá Danmörku sem mun auðvelda skoðun á myndefninu. Gagnagrunnurinn greinir myndirnar fyrir skoðun og flokkar út þær myndir sem áður hafa verið skilgreindar sem barnaníðsefni. „Segjum að ég fái hundrað þúsund myndir sem ég þarf að skoða og það eru kannski sjötíu þúsund myndir sem eru þekkt barnaníðstefni þá er þetta bara staðfest barnaníðsefni þannig að eftir sitja þá þrjátíu þúsund myndir fyrir mig að skoða,“ segir Bylgja. Unnið er að því að setja upp grunninn sem verður tekin í notkun á næstu vikum. Bylgja er sannfærð um að hann muni koma til með að flýta rannsókn málanna sem taki oft allt of langan tíma. Þá muni lögreglan geta fundið fleiri menn að eigin frumkvæði. „Ég er alveg sannfærð um að það kemur til með að hjálpa okkur við að fá betri tími til að reyna þá að finna aðra,“ segir Bylgja. Hafa mestar áhyggjur af almenningsálitinu við handtöku Eftir að lögregla fær spurnir af því að menn gætu verið með barnaníðsefni í tölvunum sínum fer svokölluð forrannsókn í gang. Þá er farið í húsleit, tækin gerð upptæk og mennirnir handteknir. Tölvudeildin fær gögn mannanna og undirbýr skoðun. Það er Bylgja sem yfirheyrir flesta mennina sem handteknir eru á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að þeir hafi mestar áhyggjur af almenningsálitinu. Og hvað eru þessir menn að bera fyrir sig? Viðurkenna þeir brotin sín? „Sumir hverjir já. En þeir hafa kannski ekki endilega skýringu á því hvers vegna þeir eru að gera þetta.“ Eru eru einhverjir sem reyna að taka alveg fyrir það? „Já, það er oftast í þeim tilvikum þar sem eru færri myndir heldur en fleiri. Þá reyna menn að bera fyrir sig kjanalegar afsakanir,“ segir Bylgja. Fjölskyldumenn í hópnum Anna Kristín segir að þeir menn sem hún sinni séu á víðu aldursbili. Allt frá unglingum upp í mjög fullorðna einstaklinga. „Ég á mjög erfitt með að finna eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt. Þetta er mjög breiður hópur sem hefur mismunandi bakrunn og þegar maður skoðar og fer yfir sögu þeirra hvað verður til þess að þeir enda hjá mér við þessum vanda þá sér maður að þeir hafa ólíka sögu, sumir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku sem kveikir á einhverju, aðrir hafa sögu um vanrækslu, sumir eru einangraðir félagslega og tilfinningalega, á meðan aðrir hafa enga aðra skýringu en að þeir hafi alltaf verið svona,“ segir Anna Kristín. Mennirnir sem hafa verið handteknir á síðustu misserum vegna vörslu barnaníðsefnis eru sumir hverjir fjölskyldumenn. Þetta eru alla jafna bara ósköp venjulegir menn, og sumir hverjir með fjölskyldu. Þetta er bara meðalmaður segir Bylgja. Mega ekki láta eiginkonuna vita Steinarr segist alltaf vona að þeir nái að sanna brot mannanna og komið þeim í burtu frá þessum brotum. „En því miður erum við að sja sömu aðilana aftur og aftur þannig einhvers staðar liggur þetta dýpra hjá mönnum,“ segir Steinarr. Lögreglan hefur ekki heimild til að láta fjölskyldur mannanna vita, jafnvel þó að þeir eigi börn. „En ef það kemur upp grunur hjá okkur að einhver í fjölskyldunni gæti verið í hættu þá skoðum við það verulega vel. Við höfum ekki heimild til að labba til konunnar hans og segja að við höfum verið að handtaka manninn hennar fyrir að vera með barnaklám, þó ég myndi vilja gera það,“ segir Bylgja. Meðferð við barnagirnd flókin Barnagirnd hefur í eðli sínu verið talin til hneigðar. Því er erfitt að ætla að lækna hana alveg. Anna Kristín segir að meðferðin hefjist alltaf á að reyna kortleggja vandann og finna út hvernig hann varð til. „Við erum alltaf að reyna gera öryggisáætlanir til að draga úr því að einstaklingar fari í þetta eða hafi tækifæri til þess. Ef við erum að tala um barnaníðsefni þá er besta leiðin til að koma í veg fyrir það að vera ekki með snjalltæki og stundum erþ að kannski fyrsta skrefið að vera ekki með freistinguna fyrir framan sig. Við búum samt í nútímasamfélagi og fólk þarf að geta unnið með tölvur og farið á netið og þá erum við að reyna búa um hnútana þannig að það sé hægt að umgangast þessi tæki með þeim hætti að það vindi ekki upp á sig í þá átt að það sé brotið gegn barni,“ segir Anna. Anna Kristín segir að þeir menn sem hún sinni séu á víðu aldursbili. Hún á mjög erfitt með að finna eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt. KOMPÁS Hún segir að sumir vilji meina sjálfir að þeir myndu aldrei leita á barna þrátt fyrir að þeir horfi á barnaníðsefni. „Að þeir gætu ekki hugsað sér það sjálfir en að sjálfsögðu er búið að brjóta á þessu barni sem þeir eru að horfa á. En það virðist vera siðferðislegur þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að fara skrefinu lengra,“ segir Anna. Barnaníðsefni aldrei verið eins aðgengilegt Það er alveg ljóst að sá sem viðheldur eftirspurn eftir barnaníðsefni með því að horfa á það stuðlar að því að verið sé að brjóta á börnum úti í heimi og jafnvel hér heima. En er hægt að kom í veg fyrir þessi brot? „Akkúrat í eðli sínu eins og heimurinn er í dag er þetta mjög aðgengilegt efni. Það er aðgengilegra en það hefur verið. Ef við ætlum að reyna koma í veg fyrir að fólk leiti upp efni af þessum toga þá þyrftum við að byrja á því að tala meira um það hversu skaðlegt það er, alveg frá ungum aldri. Á þeim tímapunkti sem við öll höfum aðgengi að netinu. Að við séum meðvituð um hvað við eigum ekki að vera að gera og hvað sé ekki í lagi,“ segir Anna. Lítið sem ekkert sé rætt um þessi mál í kynfræðslu sem þyrfti kannski að vera í einhverri mynd. „Ræða við börnin óæskilega hegðun á netinu þó við förum ekki í það að ræða þessar grófustu myndir því ég held ég fari rétt með þegar ég segi að fólk byrjar ekki á þeim. Það kannski endar á þeim stað en þegar fólk byrjar að skoða efni á netinu þá byrjar það á byrjunarreit og fikrar sig áfram,“ segir Anna Kristín. Umræðan í garð barnaníðinga óvægin og vöntun á úrræðum Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár og hefur verið gagnrýnt hve væg refsingin er. „Það er ekki hægt að koma að fullu í veg fyrir þetta, það verður aldrei hægt en við getum reynt að gera hluti svo að þetta minnki. Til dæmis góða refsilöggjöf og góða löggæslu og að heilbrigðiskerfið taki þetta líka til sín. Betri geðheilbrigðisþjónusta fyrir mennina svo sem þeir brjóti ekki af sér aftur og aftur,“ segir Steinarr. Anna Kristín segir að umræðan í garð þeirra sem eru með barnagirnd sé oft óvægin og þeir sem haldnir eru barnagirnd eigi því oft erfitt að leita sér aðstoðar. Hún segist þó skilja það enda miklar tilfinningar í spilinu. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er hluti af þeim sem eru með barnagirnd sem gerir ekkert með það. Það er meðvituð ákvörðun hjá þeim að skaða engann svo þeir sitja fastir með hugsanir og langanir sem þeim finnst óþægilegar en hafa kannski ekki tækifæri til að vinna eða fá stuðning í gegn um það. Við sem samfélag erum ekkert mjög opin fyrir því að heyra það að einhver sé með barnagirnd en brjóti ekki gegn börnum og erum búin að búa til samasem merki þarna á milli. Ég held að það þurfi að að vera betra aðgengi að úrræðum fyrir þessa einstaklinga. Þá vantar þetta öryggi að einhver hafi skilning eða sé tilbúinn að styðja við þá í þeirri vegferð sem þeir eru að reyna stíga með í gegn um lífið,“ segir Anna Kristín. Þá vanti úrræði en aðeins örfáir sérfræðingar sinni þessum hópi eins og staðan er í dag. „Þetta er sérhæfð vinna það þarf að fara varlega hvernig meðferðin er uppsett og annað slíkt og aðgengið að því takmarkað eins og staðan er í dag,“ segir Anna Kristín. Önnur hlið málsins í næsta Kompás þætti Á fjórða tug manna er til rannsóknar lögreglu vegna niðurhals á barnaníðsefni. En það er vitað að mun fleiri hlaða niður slíku efni hér á landi. Með niðurhali er eftirspurn viðhaldið á efni þar sem brotið er gróflega á börnum, allt niður í nokkurra mánaða gömlum. En svo annar vinkill sem mikilvægt er að skoða - Færst hefur í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni – til jafningja sem síðan er dreift áfram en einnig að beiðni fullorðinna sem ná sambandi við þau í gegnum tölvuleiki og samfélagsmiðla. Þessar myndir geta síðan endað á klámsíðum eða sérstökum barnaníðssíðum. Í næsta Kompásþætti sem birtist eftir viku fjöllum við um þessa hlið málsins.