„Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 12:39 Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði á þriðjudag. Vísir/Hafþór Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að fólki með einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að fara í sýnatöku. Í gær kom í ljós að 22 skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni eru ýmist smitaðir af Covid-19 eða hafa myndað mótefni að loknum veikindum. Skipið var í þrjár vikur á sjó þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver á fætur öðrum. Fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni gagnrýnir svör stjórnenda Hraðfrystihússins Gunnvarar um ástæður þess að ekki var snúið við þegar bera fór á veikindum. Hann sakar stjórnendur um yfirklór og drullumokstur. Biðu ekki eftir niðurstöðum Þrátt fyrir að hver skipverjinn fékk einkenni á fætur öðrum var skipinu ekki siglt í land fyrr en á sunnudag, eftir þrjár vikur á sjó en skipið þurfti að taka olíu. Um leið fóru skipverjar í Covid-19 próf en lagt af stað á haf út áður en niðurstöður úr prófinu lágu fyrir. Snúið var við þegar ljóst var að stór meirihluti hefði smitast af Covid-19. Framkvæmdastjóri Hraðfrysihússins Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hefur ekki viljað svara þeirri spurningu hvers vegna ekki var snúið við þegar bera fór á veikindum. Á vef fyrirtækisins í gær birtist svo yfirlýsing. Fyrirtækið vill koma því á framfæri að fljótlega eftir að bera fór á flensueinkennum meðal áhafnar var haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki þótti ástæða til að kalla skipið til hafnar á þeim tíma. Eftir 3 vikur á veiðum var ljóst í kjölfar skimunar allra áhafnarmeðlima að COVID-19 smit var um borð, var skipinu þá umsvifalaust snúið til hafnar. Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun. Ekki eru allir sáttir við þessa yfirlýsingu. Vilja sumir meina að í yfirlýsingunni sé látið í ljós skína að túrinn hafi haldið áfram með grænu ljósi frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hákon Blöndal, fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, er ekki sáttur. Yfirklór og drullumokstur „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur. Hérna er ekki öll sagan sögð og menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna mistök,“ segir Hákon. „Við grun um Covid smit um borð ber skipstjóra að hafa samband við Landhelgisgæslu Íslands sem ákveður næstu skref. Í þessu tilfelli var verkferlum ekki fylgt og áhöfn fékk aldrei að njóta vafans og var lögð í mikla áhættu!“ segir Hákon á Facebook. Fréttastofa hafði samband við Svein Geir Arnarsson, skipstjóra á Júlíusi Geirmundssyni, í morgun vegna málsins. „Ég hef ekkert að segja,“ sagði Sveinn Geir. Bregðast þurfi rétt við Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur sagði ljóst að ákveðið verklag sé þegar svona komi upp. Hann hafi ekki fengið nákvæmar útlistingar á því hvað gerðist. Hins vegar sé ljóst að þegar svona veikindi komi upp þurfi að bregðast við á réttan máta, sigla mönnum í höfn og láta þá fara í sýnatöku. Með því móti hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir fleiri smit. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er læknir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Hún ræddi málið við vef Mannlífs í morgun. „Mín tilmæli hafa verið, og verða alltaf, alveg sama hvar þú ert staddur í heiminum, að þú eigir að koma í sýnatöku ef þú ert með einkenni. Ég get staðfest að þau samskipti áttu sér stað milli mín og útgerðarinnar, þar af mjög snemma í túrnum. Tilmæli mín eru mjög einföld,“ segir Súsanna. Fimm í farsóttarhús Niðurstöður sýnatöku bárust í hádeginu í gær og þar kom í ljós að níu skipverjar höfðu jafnað sig á veikindunum, væru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna voru fluttir í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett er upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ sagði í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í gær. Uppfært klukkan 15:24 Stjórn Sjómannasambandsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Hraðfrystihúsið Gunnvör hafi hafnað því að sigla Júlíusi Geirmundssyni til hafnar til að hægt væri að taka sýni af skipverjum. Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur þetta atvik mjög alvarlegum augum og sendi því eftirfarandi yfirlýsingu frá sér vegna málsins: Í upplýsingum frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum kemur fram að í byrjun veiðiferðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS - 270, þar sem stærsti hluti áhafnarinnar veiktist af kórónuveirunni, hafi verið óskað eftir því við útgerðina að skipið kæmi í land vegna veikinda skipverja um borð. Beiðnin var ítrekuð þegar leið á veiðiferðina og fleiri veiktust. Fram kemur að útgerðin hafi hafnað þessum beiðnum sóttvarnalæknisins. Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur viðbrögð útgerðarinnar alvarlegum augum þar sem ekki dylst nokkrum manni að farsótt geysar í landinu. Samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu í byrjun faraldursins út tilmæli til útgerða og sjómanna hvernig ætti að bregðast við kæmu upp veikindi um borð. Þau voru og eru alveg skýr. Útgerðin virðist hafa hunsað þessi tilmæli með öllu og hélt skipinu til veiða þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver af öðrum. Í þessu tilviki virðist útgerð einungis hafa hugsað um fjárhagslegan ávinning útgerðarinnar frekar en heilsu og velferð áhafnar sinnar. Sjómannasamband Íslands fordæmir þá lítilsvirðingu sem útgerðin sýndi áhöfn skipsins með því að halda áfram veiðum þrátt fyrir mikil veikindi um borð. Íslenskir sjómenn hafa unnið mjög náið með sínum útgerðum og sóttvarnaryfirvöldum til að reyna að koma í veg fyrir að smit berist um borð í skip og hafa þeir teygt sig ansi langt í þeim efnum umfram það sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum." Yfirlýsing SSÍ vegna Júlíusar Geirmundssonar. Að gefnu tilefni skal tekið fram að langflestar útgerðir og þeirra sjómenn...Posted by Sjómannasamband Íslands on Thursday, 22 October 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að fólki með einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að fara í sýnatöku. Í gær kom í ljós að 22 skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni eru ýmist smitaðir af Covid-19 eða hafa myndað mótefni að loknum veikindum. Skipið var í þrjár vikur á sjó þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver á fætur öðrum. Fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni gagnrýnir svör stjórnenda Hraðfrystihússins Gunnvarar um ástæður þess að ekki var snúið við þegar bera fór á veikindum. Hann sakar stjórnendur um yfirklór og drullumokstur. Biðu ekki eftir niðurstöðum Þrátt fyrir að hver skipverjinn fékk einkenni á fætur öðrum var skipinu ekki siglt í land fyrr en á sunnudag, eftir þrjár vikur á sjó en skipið þurfti að taka olíu. Um leið fóru skipverjar í Covid-19 próf en lagt af stað á haf út áður en niðurstöður úr prófinu lágu fyrir. Snúið var við þegar ljóst var að stór meirihluti hefði smitast af Covid-19. Framkvæmdastjóri Hraðfrysihússins Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hefur ekki viljað svara þeirri spurningu hvers vegna ekki var snúið við þegar bera fór á veikindum. Á vef fyrirtækisins í gær birtist svo yfirlýsing. Fyrirtækið vill koma því á framfæri að fljótlega eftir að bera fór á flensueinkennum meðal áhafnar var haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki þótti ástæða til að kalla skipið til hafnar á þeim tíma. Eftir 3 vikur á veiðum var ljóst í kjölfar skimunar allra áhafnarmeðlima að COVID-19 smit var um borð, var skipinu þá umsvifalaust snúið til hafnar. Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun. Ekki eru allir sáttir við þessa yfirlýsingu. Vilja sumir meina að í yfirlýsingunni sé látið í ljós skína að túrinn hafi haldið áfram með grænu ljósi frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hákon Blöndal, fyrsti vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, er ekki sáttur. Yfirklór og drullumokstur „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur. Hérna er ekki öll sagan sögð og menn þurfa að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna mistök,“ segir Hákon. „Við grun um Covid smit um borð ber skipstjóra að hafa samband við Landhelgisgæslu Íslands sem ákveður næstu skref. Í þessu tilfelli var verkferlum ekki fylgt og áhöfn fékk aldrei að njóta vafans og var lögð í mikla áhættu!“ segir Hákon á Facebook. Fréttastofa hafði samband við Svein Geir Arnarsson, skipstjóra á Júlíusi Geirmundssyni, í morgun vegna málsins. „Ég hef ekkert að segja,“ sagði Sveinn Geir. Bregðast þurfi rétt við Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur sagði ljóst að ákveðið verklag sé þegar svona komi upp. Hann hafi ekki fengið nákvæmar útlistingar á því hvað gerðist. Hins vegar sé ljóst að þegar svona veikindi komi upp þurfi að bregðast við á réttan máta, sigla mönnum í höfn og láta þá fara í sýnatöku. Með því móti hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir fleiri smit. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er læknir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Hún ræddi málið við vef Mannlífs í morgun. „Mín tilmæli hafa verið, og verða alltaf, alveg sama hvar þú ert staddur í heiminum, að þú eigir að koma í sýnatöku ef þú ert með einkenni. Ég get staðfest að þau samskipti áttu sér stað milli mín og útgerðarinnar, þar af mjög snemma í túrnum. Tilmæli mín eru mjög einföld,“ segir Súsanna. Fimm í farsóttarhús Niðurstöður sýnatöku bárust í hádeginu í gær og þar kom í ljós að níu skipverjar höfðu jafnað sig á veikindunum, væru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun áfram. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm skipverjanna voru fluttir í farsóttarhús í nágrenni Ísafjarðar sem sett er upp af þessu tilefni. Aðrir fara til síns heima eða í íbúðir á eigin vegum víða um land. Einn verður eftir um borð í skipinu. „Vettvangsstjórn og aðgerðastjórn hefur verið virkjuð við uppsetningu farsóttahússins, flutning á fólki og annað sem tengist málinu. Samráð hefur verið haft við sóttvarnalækni, Sjúkratryggingar Íslands, Rauða kross Íslands og fleiri,“ sagði í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í gær. Uppfært klukkan 15:24 Stjórn Sjómannasambandsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Hraðfrystihúsið Gunnvör hafi hafnað því að sigla Júlíusi Geirmundssyni til hafnar til að hægt væri að taka sýni af skipverjum. Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur þetta atvik mjög alvarlegum augum og sendi því eftirfarandi yfirlýsingu frá sér vegna málsins: Í upplýsingum frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum kemur fram að í byrjun veiðiferðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS - 270, þar sem stærsti hluti áhafnarinnar veiktist af kórónuveirunni, hafi verið óskað eftir því við útgerðina að skipið kæmi í land vegna veikinda skipverja um borð. Beiðnin var ítrekuð þegar leið á veiðiferðina og fleiri veiktust. Fram kemur að útgerðin hafi hafnað þessum beiðnum sóttvarnalæknisins. Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur viðbrögð útgerðarinnar alvarlegum augum þar sem ekki dylst nokkrum manni að farsótt geysar í landinu. Samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu í byrjun faraldursins út tilmæli til útgerða og sjómanna hvernig ætti að bregðast við kæmu upp veikindi um borð. Þau voru og eru alveg skýr. Útgerðin virðist hafa hunsað þessi tilmæli með öllu og hélt skipinu til veiða þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver af öðrum. Í þessu tilviki virðist útgerð einungis hafa hugsað um fjárhagslegan ávinning útgerðarinnar frekar en heilsu og velferð áhafnar sinnar. Sjómannasamband Íslands fordæmir þá lítilsvirðingu sem útgerðin sýndi áhöfn skipsins með því að halda áfram veiðum þrátt fyrir mikil veikindi um borð. Íslenskir sjómenn hafa unnið mjög náið með sínum útgerðum og sóttvarnaryfirvöldum til að reyna að koma í veg fyrir að smit berist um borð í skip og hafa þeir teygt sig ansi langt í þeim efnum umfram það sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum." Yfirlýsing SSÍ vegna Júlíusar Geirmundssonar. Að gefnu tilefni skal tekið fram að langflestar útgerðir og þeirra sjómenn...Posted by Sjómannasamband Íslands on Thursday, 22 October 2020
Fyrirtækið vill koma því á framfæri að fljótlega eftir að bera fór á flensueinkennum meðal áhafnar var haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki þótti ástæða til að kalla skipið til hafnar á þeim tíma. Eftir 3 vikur á veiðum var ljóst í kjölfar skimunar allra áhafnarmeðlima að COVID-19 smit var um borð, var skipinu þá umsvifalaust snúið til hafnar. Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun.
Í upplýsingum frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum kemur fram að í byrjun veiðiferðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS - 270, þar sem stærsti hluti áhafnarinnar veiktist af kórónuveirunni, hafi verið óskað eftir því við útgerðina að skipið kæmi í land vegna veikinda skipverja um borð. Beiðnin var ítrekuð þegar leið á veiðiferðina og fleiri veiktust. Fram kemur að útgerðin hafi hafnað þessum beiðnum sóttvarnalæknisins. Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur viðbrögð útgerðarinnar alvarlegum augum þar sem ekki dylst nokkrum manni að farsótt geysar í landinu. Samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu í byrjun faraldursins út tilmæli til útgerða og sjómanna hvernig ætti að bregðast við kæmu upp veikindi um borð. Þau voru og eru alveg skýr. Útgerðin virðist hafa hunsað þessi tilmæli með öllu og hélt skipinu til veiða þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver af öðrum. Í þessu tilviki virðist útgerð einungis hafa hugsað um fjárhagslegan ávinning útgerðarinnar frekar en heilsu og velferð áhafnar sinnar. Sjómannasamband Íslands fordæmir þá lítilsvirðingu sem útgerðin sýndi áhöfn skipsins með því að halda áfram veiðum þrátt fyrir mikil veikindi um borð. Íslenskir sjómenn hafa unnið mjög náið með sínum útgerðum og sóttvarnaryfirvöldum til að reyna að koma í veg fyrir að smit berist um borð í skip og hafa þeir teygt sig ansi langt í þeim efnum umfram það sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00
Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33
Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11