Forseti ASÍ segir öfl í samfélaginu vilja svipta launafólk réttindum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2020 12:28 Forseti ASÍ segir marga vilja nýta ferðina þegar kreppir að til að hafa réttindi af launafólki. Mynd/aðsend Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal. Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal.
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15
Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00