Hætta við að skrá sig í bakvarðasveit vegna skerðinga á lánum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2020 12:27 Aníta segir að mun fleiri myndu skrá sig á lista ef ekki væri fyrir skerðingar og ófullnægjandi svigrúm. Aníta Runólfsdóttir Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Sjá meira
Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Sjá meira
Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38