Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 12:20 Bubbi Morthens hefur komið fram og lýst þeim erfiðleikum sem listafólk stendur frammi fyrir. Vísir/Friðrik Þór Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira