„Er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 10:31 Ingunn segist hafa upplifað fordóma eftir að hún fór að tjá sig um það að hana langaði ekki í börn. „Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira