Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2020 22:12 Airbus hyggst þróa þrjár mismunandi tegundir flugvéla, sem eiga að vera tilbúnar til mengunarlauss farþegaflugs árið 2035. Verkefnið kallast ZEROe eða Zero-emission-aircraft. Mynd/Airbus. Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tuttugu mínútna flugferð einhreyfils sex sæta Piper-flugvélar frá flugvelli norðan við London í síðasta mánuði á vegum breska félagsins ZeroAvia markar stórt skref í átt að orkuskiptum í fluginu. Það má kalla hana rafknúna vetnisvél en efnarafall um borð umbreytir vetnisgasi í rafmagn, sem knýr rafmótor. Þannig er hægt að skipta þungum rafgeymum út fyrir vetnisgas, sem er léttara en loft. Flug þessarar sex sæta Piper Malibu-flugvélar ZeroAvia, sem breytt var í rafknúna vetnisvél, vakti mikla athygli. Hún flaug frá Cranfield-vellinum norðan við London þann 24. september.Mynd/AP News. „Það eina sem þessi flugvél losar á flugi er vatnsgufa,“ sagði Val Miftakhov, forstjóri og stofnandi ZeroAvia, þegar hann kynnti fréttamönnum verkefnið, sem styrkt er af breskum stjórnvöldum. „Við höfum einnig sett upp innviði sem tryggja að sjálf vetnisframleiðslan er mengunarfrí. Hún er hrein. Vélin er ekki eins hávær og þeir sem fljúga henni finna ekki fyrir sektarkennd að fljúga,“ sagði forstjóri ZeroAvia. Airbus hyggst þróa fljúgandi væng til að flytja farþega. Mynd/Airbus. Airbus kynnti einnig í síðasta mánuði þróunarverkefni af svipuðu tagi, með þremur mismunandi tegundum flugvéla, þar á meðal fljúgandi væng fyrir allt að tvöhundruð farþega. Bæði á að nota vetni beint til að knýja sprengihreyfla en einnig að nota vetnisgas sem millimiðil til að knýja rafmagnsmótora. Markmið Airbus er að koma slíkum vélum í farþegaflug eftir fimmtán ár. Universal Hydrogen hyggst breyta bensínknúnum Dash 8-flugvélum í rafknúnar vetnisflugvélar innan fjögurra ára. Öftustu sætaraðir verða fjarlægðar til að koma fyrir vetnisgasgeymum.Teikning/Universal Hydrogen. Bandaríska félagið Universal Hydrogen telur hins vegar ástæðulaust að bíða svo lengi og vinnur að lausn sem gæti kannski nýst innanlandsflugi Íslendinga innan fárra ára. Félagið, sem Airbus á reyndar hlut í, hyggst umbreyta Dash 8-skrúfuþotum, eins og þeim sem Air Iceland Connect notar, til að unnt verði að fljúga þeim á raforku í stað flugvélabensíns. Fjarlægja á tvær öftustu sætaraðirnar til að koma þar fyrir geymum fyrir vetnisgas og búnaði til að breyta því í rafmagn og eiga fyrstu vélarnar að vera komnar með lofthæfisskírteini árið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Airbus Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tuttugu mínútna flugferð einhreyfils sex sæta Piper-flugvélar frá flugvelli norðan við London í síðasta mánuði á vegum breska félagsins ZeroAvia markar stórt skref í átt að orkuskiptum í fluginu. Það má kalla hana rafknúna vetnisvél en efnarafall um borð umbreytir vetnisgasi í rafmagn, sem knýr rafmótor. Þannig er hægt að skipta þungum rafgeymum út fyrir vetnisgas, sem er léttara en loft. Flug þessarar sex sæta Piper Malibu-flugvélar ZeroAvia, sem breytt var í rafknúna vetnisvél, vakti mikla athygli. Hún flaug frá Cranfield-vellinum norðan við London þann 24. september.Mynd/AP News. „Það eina sem þessi flugvél losar á flugi er vatnsgufa,“ sagði Val Miftakhov, forstjóri og stofnandi ZeroAvia, þegar hann kynnti fréttamönnum verkefnið, sem styrkt er af breskum stjórnvöldum. „Við höfum einnig sett upp innviði sem tryggja að sjálf vetnisframleiðslan er mengunarfrí. Hún er hrein. Vélin er ekki eins hávær og þeir sem fljúga henni finna ekki fyrir sektarkennd að fljúga,“ sagði forstjóri ZeroAvia. Airbus hyggst þróa fljúgandi væng til að flytja farþega. Mynd/Airbus. Airbus kynnti einnig í síðasta mánuði þróunarverkefni af svipuðu tagi, með þremur mismunandi tegundum flugvéla, þar á meðal fljúgandi væng fyrir allt að tvöhundruð farþega. Bæði á að nota vetni beint til að knýja sprengihreyfla en einnig að nota vetnisgas sem millimiðil til að knýja rafmagnsmótora. Markmið Airbus er að koma slíkum vélum í farþegaflug eftir fimmtán ár. Universal Hydrogen hyggst breyta bensínknúnum Dash 8-flugvélum í rafknúnar vetnisflugvélar innan fjögurra ára. Öftustu sætaraðir verða fjarlægðar til að koma fyrir vetnisgasgeymum.Teikning/Universal Hydrogen. Bandaríska félagið Universal Hydrogen telur hins vegar ástæðulaust að bíða svo lengi og vinnur að lausn sem gæti kannski nýst innanlandsflugi Íslendinga innan fárra ára. Félagið, sem Airbus á reyndar hlut í, hyggst umbreyta Dash 8-skrúfuþotum, eins og þeim sem Air Iceland Connect notar, til að unnt verði að fljúga þeim á raforku í stað flugvélabensíns. Fjarlægja á tvær öftustu sætaraðirnar til að koma þar fyrir geymum fyrir vetnisgas og búnaði til að breyta því í rafmagn og eiga fyrstu vélarnar að vera komnar með lofthæfisskírteini árið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Airbus Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33
Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07