Nadal ekki enn tapað úrslitum á leir | Jafnar met Federer | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 16:30 Nadal fagnar sigrinum. Shaun Botterill/Getty Images Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum. Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum.
Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10
Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31
Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00