Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 21:32 Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira