Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 18:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis í gær - að mestu leyti. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira