Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2020 22:28 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun. Teikning/Vegagerðin. Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58