Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 11:30 Elísabet Gunnars í Konur Eru Konum Bestar bolnum fyrir árið 2020. Bolurinn er seldur fyrir gott málefni tengt konum á hverju ári. Aldís Pálsdóttir „Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet. Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
„Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet.
Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira