Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 12:01 Frá framkvæmdum á Reykjanesbraut við gatnamótin við Sæbraut í sumar en á næsta ári er gert ráð fyrir að 4,8 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu, meðal annars Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira