„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 08:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira