Hjálparsamtök skora á þjóðarleiðtoga að kalla eftir alþjóðlegu vopnahléi Heimsljós 25. september 2020 09:44 Fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök hvöttu þjóðarleiðtoga í gær, sem sátu fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til að endurnýja neyðarkall sitt um alþjóðlegt vopnahlé. Hjálparsamtökin, meðal annars Barnaheill – Save the Children, telja nauðsynlegt flýta aðkomu hjálparsamtaka, sem geta brugðist hratt við, og auka aðgengi þeirra að átakasvæðum þar sem mikil neyð ríkir í kjölfar heimsfaraldursins. Að minnsta kosti 21.347 manns hafa fallið í átökum, þar á meðal 5.800 óbreyttir borgarar og börn, frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir alþjóðlegu vopnahléi fyrir rúmum þremur mánuðum, í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. Í áskorun hjálparsamtakanna segir að alþjóðlegt vopnahlé myndi gera þjóðum og mannúðarsamtökum auðveldara fyrir að einbeita sér að baráttunni gegn COVID-19, en vegna áframhaldandi átaka hefur milljónum verið þröngvað í enn meiri fátækt og lifi við hungurmörk í kjölfar faraldursins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í frétt að vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 á fæðuöryggi í heiminum hafi átök aukist og nú sé talið að 110 milljón barna muni bætast við þau börn sem nú þegar búa við hungur. Sérstaklega sé staðan slæm í löndum eins og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Jemen, Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu. „Barnaheill – Save the Children hafa tekist á við mjög krefjandi hindranir í Jemen, þar sem erfitt er að ná til þeirra sem eru í mestri neyð. Óbreyttir borgarar eru áfram fórnarlömb loftárása og gríðarleg hungursneyð ríkir í landinu. Barnaheill hafa einnig unnið hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra í Kongó, en starfsmenn hafa átt undir högg að sækja að undanförnu þar sem átök hafa aukist gífurlega í landinu. Þar deyja börn úr hungri, farsóttum sem hægt er að koma í veg og átökum, en fjöldi barna hefur verið myrtur á þessu ári af árásarmönnum,“ segir í fréttinni. Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children segir tímann til að bregðast við vera að renna frá okkur. „Áhrifa kórónuveirufaraldursins er farið að gæta víða og hættan á útbreiddri hungursneyð er að aukast í að minnsta kosti fjórum löndum. Það er engin tilviljun að mörg þeirra ríkja sem glíma við mesta hungrið eru jafnframt þau lönd þar sem átökin eru mest. Og það eru börnin sem oftast líða mest. Börn þurfa meira öryggi og meiri vernd. COVID-19 hefur nú þegar haft slæm áhrif á líf barna og takmarkað aðgengi þeirra að læknisþjónustu, mat, menntun og vernd. Ef við komum á 90 daga vopnahléi, þá mun það hafa raunveruleg jákvæð áhrif á líf barna til framtíðar,“ segir Inger Ashing. Áskorun hjálparsamtakanna var undirrituð af Barnaheillum - Save the Children, International Rescue Committee, World Vision International, Oxfam America, CARE International, Action Against Hunger, Humanity and Inclusion (Handicap International), Hope Restoration South Sudan, Mwatana Organisation for Human Rights og Progressive Voice. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
Fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök hvöttu þjóðarleiðtoga í gær, sem sátu fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til að endurnýja neyðarkall sitt um alþjóðlegt vopnahlé. Hjálparsamtökin, meðal annars Barnaheill – Save the Children, telja nauðsynlegt flýta aðkomu hjálparsamtaka, sem geta brugðist hratt við, og auka aðgengi þeirra að átakasvæðum þar sem mikil neyð ríkir í kjölfar heimsfaraldursins. Að minnsta kosti 21.347 manns hafa fallið í átökum, þar á meðal 5.800 óbreyttir borgarar og börn, frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir alþjóðlegu vopnahléi fyrir rúmum þremur mánuðum, í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. Í áskorun hjálparsamtakanna segir að alþjóðlegt vopnahlé myndi gera þjóðum og mannúðarsamtökum auðveldara fyrir að einbeita sér að baráttunni gegn COVID-19, en vegna áframhaldandi átaka hefur milljónum verið þröngvað í enn meiri fátækt og lifi við hungurmörk í kjölfar faraldursins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í frétt að vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 á fæðuöryggi í heiminum hafi átök aukist og nú sé talið að 110 milljón barna muni bætast við þau börn sem nú þegar búa við hungur. Sérstaklega sé staðan slæm í löndum eins og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Jemen, Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu. „Barnaheill – Save the Children hafa tekist á við mjög krefjandi hindranir í Jemen, þar sem erfitt er að ná til þeirra sem eru í mestri neyð. Óbreyttir borgarar eru áfram fórnarlömb loftárása og gríðarleg hungursneyð ríkir í landinu. Barnaheill hafa einnig unnið hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra í Kongó, en starfsmenn hafa átt undir högg að sækja að undanförnu þar sem átök hafa aukist gífurlega í landinu. Þar deyja börn úr hungri, farsóttum sem hægt er að koma í veg og átökum, en fjöldi barna hefur verið myrtur á þessu ári af árásarmönnum,“ segir í fréttinni. Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children segir tímann til að bregðast við vera að renna frá okkur. „Áhrifa kórónuveirufaraldursins er farið að gæta víða og hættan á útbreiddri hungursneyð er að aukast í að minnsta kosti fjórum löndum. Það er engin tilviljun að mörg þeirra ríkja sem glíma við mesta hungrið eru jafnframt þau lönd þar sem átökin eru mest. Og það eru börnin sem oftast líða mest. Börn þurfa meira öryggi og meiri vernd. COVID-19 hefur nú þegar haft slæm áhrif á líf barna og takmarkað aðgengi þeirra að læknisþjónustu, mat, menntun og vernd. Ef við komum á 90 daga vopnahléi, þá mun það hafa raunveruleg jákvæð áhrif á líf barna til framtíðar,“ segir Inger Ashing. Áskorun hjálparsamtakanna var undirrituð af Barnaheillum - Save the Children, International Rescue Committee, World Vision International, Oxfam America, CARE International, Action Against Hunger, Humanity and Inclusion (Handicap International), Hope Restoration South Sudan, Mwatana Organisation for Human Rights og Progressive Voice. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent