Ísland og Noregur fjármagna kaup á bóluefni fyrir íbúa þróunarríkja Heimsljós 23. september 2020 09:50 gunnisal „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100 þúsund bóluefnisskömmtum. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
„Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100 þúsund bóluefnisskömmtum. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent