„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 15:47 Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi. Getty Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyssu til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Ætti engan möguleika í slag „Ég var með vasahníf á mér þegar ég var handtekinn. Hugmyndin að nota haglabyssu til að hræða hann kom bara til mín. Haglabyssan átti að lýsa alvarleika málsins,“ sagði Gunnar Jóhann. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Olsen sagði Elenu Underland, barnsmóður Gunnars Jóhanns og kærustu Gísla heitins, telja að hann ætti engan möguleika í slagsmál gegn Gísla Þór. Spurði Olsen hvort það væri ástæða þess að hann mætti til Gísla vopnaður haglabyssu. „Meðal annars þess vegna. Ég vildi hræða Gísla.“ Heilinn sendi höndinni ekki skilaboð Mette Yvonne Larsen, sem gætir hagsmuna Elenu Undeland, kærustu Gísla heitins og barnsmóður Gunnars Jóhanns, spurði Gunnar Jóhann hvort hann notaði sjálfsvígshótanir sem tól til að fá vilja sínum fram. „Ég hef enga stjórn á sjálfum mér, en ég fæ fólk ekkert til að gera það sem ég vil - þótt það líti kannski þannig út,“ sagði Gunnar. Larsen spurði þvínæst hvernig hann gæti verið svo viss um að hann hefði ekki skotið af byssunni fyrst að hann var með fingurinn á gikknum. „Heilinn sendi höndinni aldrei skilaboð um að ýta á gikkinn. Þetta var eins og bílslys. Þetta gerðist bara.“ Að drepa eða berja Larsen vísaði svo til samtala sem Gunnar hafði átt í viðurvist fólks þar sem hann hafði sagst ætla að drepa Gísla. Hann gæti þó ekki gert það heima hjá barnsmóður sinni eða nærri börnunum. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook „Allir vita hvað ég sagði. Ég hef aldrei farið í felur með það. En ég myndi aldrei gera svona,“ sagði Gunnar. Björn Andre Gulstad, verjandi Gunnars, spurði hann út í orðanotkun hans. Að drepa. „Þegar ég notaði orðið „drepa“ þá var það til að lýsa því að ég ætlaði að berja Gísla,“ sagði Gunnar. Hætti við að pósta myndum af Gísla Nokkur skilaboð sem Gunnar hafði sent Gísla voru birt í dómsal. Á meðal þeirra voru skilaboð send 17. apríl eða viku fyrir dauða Gísla. „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig,“ voru á meðal skilaboðanna. Þeim fylgdu mynd af hundi að tyggja rottu. Myndinni fylgdi texti þar sem kom fram að maður gæti ekki treyst neinum á erfiðum stundum. Jafnvel bróðir manns geti verið rotta. Þá fundust ýmsar myndir á síma Gunnars af Gísla. Meðal annars frá skírn yngsta barns Gísla. „Myndirnar voru eins og í bandarískri bíómynd. Ég vildi bara niðurlægja hann. Ég hafði hugsað mér að dreifa myndunum en stoppaði mig. Þótt ég væri reiður þá áttaði ég mig á því að það væri of mikið að fara að pósta þessum myndum.“ Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyssu til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Ætti engan möguleika í slag „Ég var með vasahníf á mér þegar ég var handtekinn. Hugmyndin að nota haglabyssu til að hræða hann kom bara til mín. Haglabyssan átti að lýsa alvarleika málsins,“ sagði Gunnar Jóhann. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Olsen sagði Elenu Underland, barnsmóður Gunnars Jóhanns og kærustu Gísla heitins, telja að hann ætti engan möguleika í slagsmál gegn Gísla Þór. Spurði Olsen hvort það væri ástæða þess að hann mætti til Gísla vopnaður haglabyssu. „Meðal annars þess vegna. Ég vildi hræða Gísla.“ Heilinn sendi höndinni ekki skilaboð Mette Yvonne Larsen, sem gætir hagsmuna Elenu Undeland, kærustu Gísla heitins og barnsmóður Gunnars Jóhanns, spurði Gunnar Jóhann hvort hann notaði sjálfsvígshótanir sem tól til að fá vilja sínum fram. „Ég hef enga stjórn á sjálfum mér, en ég fæ fólk ekkert til að gera það sem ég vil - þótt það líti kannski þannig út,“ sagði Gunnar. Larsen spurði þvínæst hvernig hann gæti verið svo viss um að hann hefði ekki skotið af byssunni fyrst að hann var með fingurinn á gikknum. „Heilinn sendi höndinni aldrei skilaboð um að ýta á gikkinn. Þetta var eins og bílslys. Þetta gerðist bara.“ Að drepa eða berja Larsen vísaði svo til samtala sem Gunnar hafði átt í viðurvist fólks þar sem hann hafði sagst ætla að drepa Gísla. Hann gæti þó ekki gert það heima hjá barnsmóður sinni eða nærri börnunum. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook „Allir vita hvað ég sagði. Ég hef aldrei farið í felur með það. En ég myndi aldrei gera svona,“ sagði Gunnar. Björn Andre Gulstad, verjandi Gunnars, spurði hann út í orðanotkun hans. Að drepa. „Þegar ég notaði orðið „drepa“ þá var það til að lýsa því að ég ætlaði að berja Gísla,“ sagði Gunnar. Hætti við að pósta myndum af Gísla Nokkur skilaboð sem Gunnar hafði sent Gísla voru birt í dómsal. Á meðal þeirra voru skilaboð send 17. apríl eða viku fyrir dauða Gísla. „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig,“ voru á meðal skilaboðanna. Þeim fylgdu mynd af hundi að tyggja rottu. Myndinni fylgdi texti þar sem kom fram að maður gæti ekki treyst neinum á erfiðum stundum. Jafnvel bróðir manns geti verið rotta. Þá fundust ýmsar myndir á síma Gunnars af Gísla. Meðal annars frá skírn yngsta barns Gísla. „Myndirnar voru eins og í bandarískri bíómynd. Ég vildi bara niðurlægja hann. Ég hafði hugsað mér að dreifa myndunum en stoppaði mig. Þótt ég væri reiður þá áttaði ég mig á því að það væri of mikið að fara að pósta þessum myndum.“
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30