Séra Davíð Þór sakar ríkisstjórn Katrínar um hræsni og harðneskju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 16:30 Séra Davíð Þór gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harðlega í predikun um helgina og sakar hana um skinnhelgi. visir/vilhelm/Caravaggio/Vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir óbilgirni og hræsni í málefnum innflytjenda. Hann leggur út af málefnum sem snúa að egypsku fjölskyldunni sem til stóð að senda af landi brott í síðustu viku en er nú í felum á Íslandi. Þetta gerði hann í predikun á laugardaginn en ræðu sína hefur hann birt á vef kirkjunnar undir yfirskriftinni Heildstæðir verkferlar skinhelginnar. Séra Davíð Þór segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur uppvísa að hræsni í máli egypsku fjölskyldunnar. „Því miður virðist það vera að nú sem fyrr sé skinhelgin það eina í samfélagi manna sem í raun styðst við heildstæða verkferla,“ segir Séra Davíð og talar þar um viðbrögð æðstu ráðamanna þjóðarinnar við stöðu mála: Tölvan segir nei. Hin gapandi og hræsnisfullu stjórnvöld „Kerfið gerir ekki ráð fyrir mannúð og miskunnsemi, rétt eins og kerfið sé ekki smíðað af mönnum til að þjóna þeim, heldur séum við hér til að þjóna sálarlausu kerfi sem fundið hefur það upp hjá sjálfu sér að svívirða mannréttindi barna og mylja drauma þeirra, vonir og þrár, án þess að við fáum rönd við reist eða ættum yfirhöfuð að setja spurningarmerki við það.“ Að sögn Davíðs Þórs er fullyrðing um að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur á Íslandi „argasta kjaftæði“, orð sem presti er ekki ljúft að nota því „orð eins og „ósannindi“ eða „vafasöm fullyrðing“ ná ekki að fanga skinhelgina og hræsnina sem í því felst að stjórnmálamenn skuli ítrekað voga sér flagga þessari staðhæfingu, sem ekkert er á bak við, til að fegra sjálfa sig. Döngunarleysi þeirra til að leiðrétta ranglætið sem nauðstatt fólk er kerfisbundið beitt hér á landi, þar sem siðferðiskennd alls þorra þjóðarinnar er með reglulegu millibili gersamlega misboðið, hefur reynst algert.“ Það eina sem stjórnvöld gera er að „gapa að þeir hafi gert eitthvað sem dæmin sanna að þeir hafa alls ekki gert: Að lögfesta í raun barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir að allar ákvarðanir sem varða heill og velferð barna skuli teknar með það sem þeim er fyrir bestu að leiðarljósi.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir fett fingur út í skýringar Katrínar Jakobsdóttur á því að Vinstri grænir hafi staðið fyrir sínu í málefnum flóttafólks. Gefur lítið fyrir gagnrýni á Trans-Jesú Fyrr í predikun sinni hafði séra Davíð Þór vikið að öðru hitamáli í samfélaginu, nefnilega því sem nefnt hefur verið mál Trans-Jesú; umdeilt kynningarefni kirkjunnar þar sem getur að líta teikningu af Jesú Kristi með kvenmannsbrjóst. Kirkjan hefur beðist afsökunar á því en Séra Davíð Þór er ekki á þeim buxunum. Og færir rök fyrir þeirri afstöðu sinni í predikun. Hann vitnar í heimildir sem greina frá því að hinn krossfesti hafi einatt verið hafður nakinn á krossinum, honum til háðungar. En þannig myndir sáum við ekki heldur er hann yfirleitt hafður í lendarskýlu. Davíð Þór spyr hvers vegna við fölsum mynd af Jesú á krossinum og svarar sér sjálfur: Því allar myndir okkar af Jesú eru táknmyndir. Þannig er táknheimur okkar, hinn menningarlegi tilvísunarrammi, að hann tengir nekt ekki auðmýkingu og niðurlægingu, berskjöldun og varnarleysi. „Við höfum afhent lostanum nektina,“ segir Séra Davíð Þór. Og hann hélt ótrauður áfram í predikunarstóli sínum: „Hið sama gerðist með brjóst Jesú. Á miðöldum var ekki fátítt að Jesús væri sýndur með kvenmannsbrjóst á myndum. Þá táknuðu brjóstin umhyggju og mýkt, vernd og næringu. En svo afhenti menning okkar lostanum brjóstin og það sem þau höfðu táknað öldum saman hvarf í gleymsku. Og nú verður allt vitlaust ef Jesús er teiknaður með brjóst.“ Rómverskir hermenn nauðguðu Jesú Enn vék Séra Davíð Þór að sögulegum heimildum, að fræðimönnum beri almennt saman um að þeir sem krossfestir hafi verið á þeim tíma sem um ræðir, þeim hafi yfirleitt verið nauðgað einnig. „Þrátt fyrir allt er þessi tegund ofbeldis nefnilega enn svo mikið tabú, skömmin er enn svo mikið fórnarlambsins en ekki gerendanna í menningu okkar, að myndin af Jesú sem rómverskir hermenn eru að nauðga, samræmist ekki trúarvitund okkar. Sú mynd særir okkur of mikið. Það er of vont að horfa á hana. Jafnvel þeir sem lagt hafa mest upp úr að sýna aftöku Jesú í sem grimmilegustu og blóðugustu ljósi hafa látið það alfarið eiga sig að svo mikið sem gefa í skyn að þetta gæti hafa átt sér stað. Nauðgun Jesú er svo mikið hómófóbískt tabú að eftir fimm ára háskólanám í akademískri guðfræði, sex ára starf sem prestur og lestur fjölda bóka um guðfræði og líf og dauða Jesú frá Nasaret, þá var athygli mín vakin á þessu í fyrsta skipti nú í vikunni.“ Davíð Þór gengst við því að hafa fengið hroll og fórn Jesú og þjáning fékk enn dýpri og magnaðari merkingu í hjarta hans. Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hinsegin Tengdar fréttir Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir óbilgirni og hræsni í málefnum innflytjenda. Hann leggur út af málefnum sem snúa að egypsku fjölskyldunni sem til stóð að senda af landi brott í síðustu viku en er nú í felum á Íslandi. Þetta gerði hann í predikun á laugardaginn en ræðu sína hefur hann birt á vef kirkjunnar undir yfirskriftinni Heildstæðir verkferlar skinhelginnar. Séra Davíð Þór segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur uppvísa að hræsni í máli egypsku fjölskyldunnar. „Því miður virðist það vera að nú sem fyrr sé skinhelgin það eina í samfélagi manna sem í raun styðst við heildstæða verkferla,“ segir Séra Davíð og talar þar um viðbrögð æðstu ráðamanna þjóðarinnar við stöðu mála: Tölvan segir nei. Hin gapandi og hræsnisfullu stjórnvöld „Kerfið gerir ekki ráð fyrir mannúð og miskunnsemi, rétt eins og kerfið sé ekki smíðað af mönnum til að þjóna þeim, heldur séum við hér til að þjóna sálarlausu kerfi sem fundið hefur það upp hjá sjálfu sér að svívirða mannréttindi barna og mylja drauma þeirra, vonir og þrár, án þess að við fáum rönd við reist eða ættum yfirhöfuð að setja spurningarmerki við það.“ Að sögn Davíðs Þórs er fullyrðing um að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur á Íslandi „argasta kjaftæði“, orð sem presti er ekki ljúft að nota því „orð eins og „ósannindi“ eða „vafasöm fullyrðing“ ná ekki að fanga skinhelgina og hræsnina sem í því felst að stjórnmálamenn skuli ítrekað voga sér flagga þessari staðhæfingu, sem ekkert er á bak við, til að fegra sjálfa sig. Döngunarleysi þeirra til að leiðrétta ranglætið sem nauðstatt fólk er kerfisbundið beitt hér á landi, þar sem siðferðiskennd alls þorra þjóðarinnar er með reglulegu millibili gersamlega misboðið, hefur reynst algert.“ Það eina sem stjórnvöld gera er að „gapa að þeir hafi gert eitthvað sem dæmin sanna að þeir hafa alls ekki gert: Að lögfesta í raun barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir að allar ákvarðanir sem varða heill og velferð barna skuli teknar með það sem þeim er fyrir bestu að leiðarljósi.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir fett fingur út í skýringar Katrínar Jakobsdóttur á því að Vinstri grænir hafi staðið fyrir sínu í málefnum flóttafólks. Gefur lítið fyrir gagnrýni á Trans-Jesú Fyrr í predikun sinni hafði séra Davíð Þór vikið að öðru hitamáli í samfélaginu, nefnilega því sem nefnt hefur verið mál Trans-Jesú; umdeilt kynningarefni kirkjunnar þar sem getur að líta teikningu af Jesú Kristi með kvenmannsbrjóst. Kirkjan hefur beðist afsökunar á því en Séra Davíð Þór er ekki á þeim buxunum. Og færir rök fyrir þeirri afstöðu sinni í predikun. Hann vitnar í heimildir sem greina frá því að hinn krossfesti hafi einatt verið hafður nakinn á krossinum, honum til háðungar. En þannig myndir sáum við ekki heldur er hann yfirleitt hafður í lendarskýlu. Davíð Þór spyr hvers vegna við fölsum mynd af Jesú á krossinum og svarar sér sjálfur: Því allar myndir okkar af Jesú eru táknmyndir. Þannig er táknheimur okkar, hinn menningarlegi tilvísunarrammi, að hann tengir nekt ekki auðmýkingu og niðurlægingu, berskjöldun og varnarleysi. „Við höfum afhent lostanum nektina,“ segir Séra Davíð Þór. Og hann hélt ótrauður áfram í predikunarstóli sínum: „Hið sama gerðist með brjóst Jesú. Á miðöldum var ekki fátítt að Jesús væri sýndur með kvenmannsbrjóst á myndum. Þá táknuðu brjóstin umhyggju og mýkt, vernd og næringu. En svo afhenti menning okkar lostanum brjóstin og það sem þau höfðu táknað öldum saman hvarf í gleymsku. Og nú verður allt vitlaust ef Jesús er teiknaður með brjóst.“ Rómverskir hermenn nauðguðu Jesú Enn vék Séra Davíð Þór að sögulegum heimildum, að fræðimönnum beri almennt saman um að þeir sem krossfestir hafi verið á þeim tíma sem um ræðir, þeim hafi yfirleitt verið nauðgað einnig. „Þrátt fyrir allt er þessi tegund ofbeldis nefnilega enn svo mikið tabú, skömmin er enn svo mikið fórnarlambsins en ekki gerendanna í menningu okkar, að myndin af Jesú sem rómverskir hermenn eru að nauðga, samræmist ekki trúarvitund okkar. Sú mynd særir okkur of mikið. Það er of vont að horfa á hana. Jafnvel þeir sem lagt hafa mest upp úr að sýna aftöku Jesú í sem grimmilegustu og blóðugustu ljósi hafa látið það alfarið eiga sig að svo mikið sem gefa í skyn að þetta gæti hafa átt sér stað. Nauðgun Jesú er svo mikið hómófóbískt tabú að eftir fimm ára háskólanám í akademískri guðfræði, sex ára starf sem prestur og lestur fjölda bóka um guðfræði og líf og dauða Jesú frá Nasaret, þá var athygli mín vakin á þessu í fyrsta skipti nú í vikunni.“ Davíð Þór gengst við því að hafa fengið hroll og fórn Jesú og þjáning fékk enn dýpri og magnaðari merkingu í hjarta hans.
Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hinsegin Tengdar fréttir Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58