Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2020 07:51 Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps og Alma D. Möller, Landlæknir skrifuðu undir samninginn í félagsheimilinu Borg. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira