Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2020 19:21 Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51
Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33