15 milljónir í bætur eftir furðulegt slys á tannlæknastofu Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 19:27 Atvikið átti sér stað á tannlæknastofu árið 2014. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira