Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 15. september 2020 15:30 Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun