Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“
Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira